Áhyggjur vegna losunar kolefnis úr jarðvegi við hlýnun

tundraVGH | Hin mikla geymsla kolefnis sem á sér stað í jarðvegi heimsins er mun viðkvæmari fyrir hækkandi hitastigi en áður hefur verið talið.  Vísindamenn hafa fundið út að mun líklegra er að við hækkun hitastigs í heiminum þá losi jarðvegur um kolefni út í andrúmsloftið.  Komið hefur í ljós að jarðvegur á kaldari svæðum og þar sem mikið af kolefni geymist leysir hann út í andrúmsloftið þegar hitastig hækkar.  Rannsóknin var birt í Journal Nature.

Jarðvegur heimsins geymir um tvöfalt það magn af kolefni sem er í andrúmslofti.  Á hverju ári losna um 60 billjónir tonna af kolefni út í andrúmsloftið.  En rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að ferlið getur verið öfugt og að agnir í jarðvegi geta líka minnkað og jafnvel komið í veg fyrir losun kolefnis.

Rannsóknin var gerð á 22 mismunandi jarðvegssýnum frá pólsvæðum til Amazon.  Vísindamenn suðu sýnin og kældu þau til þess að sjá hvernig þau brugðust við út frá mismunandi hitastigi yfir ýmist meðal til langs tíma, í þessu tilviki 90 daga.  Ýmislegt bendir til þess að agnir geti lagað sig að heitara hitastigi vegna hlýnunar í heiminum þannig að ákveðnum tímapunkti þá minnki viðkvæmni jarðvegsins segir einn aðalhöfundurinn Dr. Kristiina Karhu frá Háskólanum í Helsinki.  Það er því ekki alltaf þannig að jarðvegurinn losi út kolefnið.  Vísindateymið komst að því að jarðvegur frá norðlægum svæðum og pólsvæðum varð fyrir mestum áhrifum á meðan ræktað land varð ekki eins viðkvæmt og minnkaði beinlínis áhrif vegna hækkunar hitastigs og losaði minna af kolefni frá sér.

Vísindamenn eru þó ekki 100% á því sem gerist í þessu ferli.  Jarðvegurinn sem brást svona við hafði mikið magn kolefnis og köfnunarefni í sér segir Dr. Karhu.  Þannig getur það verið eitthvað sem gerist í sambandinu á milli kolefnis og köfnunarefnisins og það eru raunar til nokkrar rannsóknir sem benda til þess að ákveðin ensím (lífhvatar) sem tengjast köfnunarefni séu meira viðkvæm  fyrir hitastigsbreytingum en þau ensím sem tengjast kolefni.  Varðandi samsetninguna þá bendir rannsóknin til þess að kolefni í jarðvegi og jarðvegslíkön geti mögulega verið að vanmeta áhrif af hlýnun á þær miklu byrgðir kolefnis sem geymast í jörðu.

Niðurstöður rannsóknarinnar valda áhyggjum manna á því að meira en helmingur kolefnis er geymdur í jarðvegi heimsins á kaldari svæðum.   Það þýðir að meira kolefni losnar úr jarðvegi á norðlægum slóðum en líkön gera ráð fyrir nú.  Þetta er áhyggjuefni vegna þess að þessi jarðvegur geymir mjög mikið af kolefni.  Mörgum öðrum spurningum um áhrif í þessu samhengi er enn ósvarað.  Það þarf líka að finna út hvaða agnir í ræktarlandi beinlínis bregðast svona við og af hverju þær snúa þessu ferli við.  Það þarf því að halda áfram að rannsaka þetta.  Það vantar ný líkön sem líkja eftir þessu ferli segir Dr. Ian Hartley frá Háskólanum í Exeter.  Við höfum hér tækifæri á því að geta bætt spár okkar um hve mikið kolefni losnar úr jarðvegi við hnattræna hlýnun, en við þurfum að skilja fullt af atriðum í þessu samhengi mun betur áður.

Fara á BBC hér