Upplýsingasíða UST vegna loftmengunar frá eldgosi í Holuhrauni

Loftgadeatafla USTUmhverfisstofnun hefur sett upp tímabundna upplýsingasíðu vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.   Þar má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar en einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar.  Spurningar og svör eru síðan birt á facebooksíðu stofnunarinnar sem og helstu fréttir.  Hægt er að senda ábendingar í gegnum síðuna.

Fólk á Austurlandi hefur ekki farið varhluta af blárri móðu sem legið hefur yfir byggð þar en þetta eru eitraðar gastegundir sem streyma frá eldsprungum í Holuhrauni.  Umhverfisstofnun hefur beðið fólk að hafa varann á sér og mælst til þess að börn og fólk með undirliggjandi sjúkdóma t.d. í öndunarfærum haldi sig innan dyra þegar mengunarský leggur yfir byggð.  Frá sprungunum streyma allt að 10 þúsund tonn á dag af brennisteinsoxíði en dæmi eru um að toppar á austurlandi hafi farið í 3000-4000 en slíkt er varasamt og óhollt ef fer yfir 3000.

Á meðfylgjandi töflu frá Umhverfisstofnun má sjá viðmið um áhrif brennisteinsoxíð (SO2) á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð, en hana er einnig að finna á vef stofnunarinnar.  Einnig má skoða tölfuna á sérstökum link hér efst á Umhverfisfréttum.

Veðurfar og landslag ræður því hvert gösin streyma og ef gosið stendur lengi yfir eins og vísindamenn telji að það geti gert, þá verður að gera ráð fyrir að móðan berist yfir fleiri svæði landsins.  Hingað til hefur loft á því svæði sem móðan leggst yfir verið fremur þurrt en við vatn þá verða efnahvörf og brennisteinsoxíð hvarfast auðveldlega í brennisteinssýru.  Við slíkt ferli fellur súrt regn sem getur verið skaðlegt.

Eins og komið hefur fram er Umhverfisstofnun að leita leiða til þess að fjölga mælum.

Fara á upplýsingasíðu Umhverfisstofnunar hér
Fara á facebook síðu Umhverfisstofnunar hér