Eftirspurn eftir landbúnaðarvörum framkallar bylgju í eyðingu regnskóga

SkogareydingVGH | Svæði regnskóga sem samsvarar fimm fótboltavöllum hafa verið rutt ólöglega á hverri mínútu á árbilinu 2000-2012 samkvæmt nýrri skýrslu.  Höfundar hennar segja að neytendur kjöts, leðurs og timburs í Evrópu og Bandaríkjunum keyri þessa bylgju.  Mikill meirihluti af ólöglega ruddu landi átti sér stað í Brasilíu og Indónesíu.  Höfundar segja að það sama gerist nú með miklum hraða í Asíu og Afríku.  Rannsóknin var framkvæmd af Forrest Trend sem eru sjálfstæð samtök umhverfissinna í iðnaðar og fjármálageiranum og eru staðsett í Bandaríkjunum.  Skýrslan þeirra einblínir á spurninguna um ólögmæti.  Segja samtökin að á meðan regnskógar hafi verið umræðuefni heimsins í marga áratugi þá sé oft erfitt að átta sig á hvað er löglegt og ólöglegt í þessum efnum.

Þessi nýja rannsókn heldur fram að fyrstu 12 ár þessarar aldar hafi um 49% af skógareyðingu verið ólögleg og gerð til þess að fá nýtt landbúnaðarland til ræktunar.  Höfundar segja að eftirspurn neytenda eftir landbúnaðarvörum í Evrópu sem og annarsstaðar sé helsta orsökin og keyri þessa bylgju áfram.  Skýrslan telur að viðskipti með vörur eins og timbur, leður, kjöt, soyja- og pálmaolíur séu um 61 billjón dollara árhvert.  Einn höfundurinn Sam Lawson segir að þetta muni koma fólki á óvart jafnvel fólki sem vinnur við það að berjast gegn skógareyðingu.  Fólk er oft svo blint á ólögmætið og það sér það ekki fyrr en búnir eru til mælikvarðar eins og þessir.

Alvarlegar afleiðingar
Mikið af þessari eyðingu skógsvæða er ólöglegt en stjórnvöld virðast ekki hafa getu til þess að framfylgja eigin lögum.  Leyfi til að höggva tré eru oftast veitt í gegnum spillingu.  Þetta getur hins vegar haft alvarlegar afleiðingar á samfélög sem lifa í þessum skógum.  Á undanförnum dögum í Perú voru fjórir meðlimir slíkra samfélaga myrtir vegna andstöðu þeirra við ólöglegt skógarhögg.  Í Brasilíu þar sem mikið af þessari iðju á sér stað eru stjórnvöld að reyna að taka á vandamálinu.  Ein ástæða þess að þau ná einhverjum árangri er að þau ráðst gegn fjárhag fyrirtækjanna sem í hlut eiga eins og með því að frysta aðgengi þeirra að lánsfjármagni.  Höfundar telja að neytendur í Evrópusambandinu gætu einnig gert mikið til þess að taka á þessum vanda.  Í augnablikinu setur Evrópusambandið mikla fjármuni til þessara landa til þess að stöðva skógareyðingu á sama tíma og það skýtur sjálft sig í fótinn með því að flytja inn þessar sömu vörur ræktaðar á landsvæði sem var ólöglega rutt.   Það þarf að loka hringnum með því að stöðva innflutning á þessum vörum.  Það er fyrsta skrefið.

Á 8.áratugnum var reynt að banna innflutning á vörum sem þessum en það gekk ekki upp.  Rannsóknarteymið telur að þegar allt kemur til alls þá sé sterkt regluverk það sem dugi og viðurlög.  Í Evrópusambandinu eru nú reglur sem segja að fyrirtæki þurfi að taka sýni úr timbri til þess að staðfesta að það sé löglega framleitt segir Sam Lawson.  Þessar reglur þurfa einnig að ná yfir pálma- og soyaolíu ásamt kjöti.   Nú snúa helstu áhyggjur að ólöglegri eyðingu skóga í löndum Suður Ameríku, Afríku og Asíu.  Í Papua New Guinea hafa verið gefin út leyfi til eyðingu skóga af milljónum hektara á undanförnum árum.  Nú hefur komið í ljós að 90% af þessum leyfum var gefið út vegna spillingar.  Öll þessi svæði sem hafa verið rudd leggja sitt af mörkum til hlýnunar loftslags í heiminum.

Skýrslan metur það svo að magnið vegna þessa á tímabilinu 2000-2012 sé jafnmikið og ¼ af kolefnisdíoxíð útblástri Evrópusambandsins árhvert.  Þróuðu löndin hafa rætt það að greiða þróunarlöndum fyrir að stöðva eyðingu skóga en Sam Lawson segir að slík áætlun muni ekki duga.  Það hefur enga þýðingu að borga stjórnvöldum til að breyta stefnu sinni þegar þessi sömu stjórnvöld geta ekki innleitt sína eigin stefnu til að byrja með.

Fara á BBC hér