Merki um að ósonlagið sé að jafna sig segja Sameinuðu þjóðirnar

SudurskautidVGH |  Ósonlagið sem skýlir jörðinni frá útfjólubláum geislum sem valda krabbameini virðist vera að þykkjast aftur eftir að þynnast verulega samkvæmt nýrri rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna.  Gatið í ósonlaginu sem birtist árlega yfir Suðurskautslandinu virðist hætt að stækka eins og það gerði á árhvert.  Skýrslan segir jafnframt að það muni taka áratugi þar til gatið taki að minnka á ný.

Vísindamenn segja að þessi viðsnúningur sé tilkominn vegna þess að stjórnvöld hafi staðið saman að því að eyða manngerðum CFC gösum sem eyðileggi ósonlagið.  Rannsóknin var birt í World Meteorological Organization (WMO) og UN Environment Programme (UNEP).   Hið alþjóðlega átak sem ráðist var í er að bera árangur og ætti að hvetja til samskonar átaks þegar kemur að stærri áskorunum eins og loftlagsmálum segir Michel Jarraud hjá WMO.

Dr. Ken Jucks hjá bandarísku geymferðastofnuninni NASA segir að mannkynið hafi brugðist rétt við þegar það ákvað að ráðast í að koma andrúmsloftinu aftur í það horf sem það var fyrir iðnvæðingu.  Vísindamenn eru þó ekki alveg vissir um að gat ósonlagsins muni laga sig aftur sjálft.  Prófessor David Vaughan frá bresku rannsóknarstöðinni á Suðurskautslandinu (BAS) segir að rannsóknir frá hans samtökum muni leiða betur í ljós niðurstöður frá WMO rannsókninni.  Við verðum að fara varlega þegar kemur að þessu en þetta líta út fyrir að vera góðar niðurstöður segir hann.  Það mun taka nokkrar vikur í viðbót að vinna úr gögnum frá Suðurskautinu áður en við getum staðfest þessar niðurstöður.  Ef þær eru réttar þá sýna þær hvað alþjóðlegt átak getur áorkað.

CO2 er vandamál
Góðu fréttirnar varðandi ósonlagið koma í kjölfar slæmra frétta varðandi loftslagsbreytingar.  Samkvæmt WMO hafa nú gróðurhúsalofttegundir í andrúmslofti náð nýjum hæðum.  Taka verður á kolefnisdíoxíð (CO2) sem hefur áhrif á svo margt í lífi mannkyns og finna annað til að nota í staðinn.  Viðmiðin sem sett voru 1987 og kölluð hafa verið Montreal Protocol en þau bönnuðu efni sem höfðu slæm áhrif á ósonlagið eins og CFC efni sem voru víða notuð í ísskápum og spreybrúsum.  Þetta átak verndar tvær milljónir manna þegar kemur að húðkrabba til ársins 2030 samkvæmt UNEP.  Þetta hjálpar einnig við að skemma ekki villt líf, landbúnað, augu fólks og ónæmiskerfið.

WMO segir að ósonlagið muni laga sig aftur að því sem það var árið 1980 en tekur aðeins lengri tíma yfir Suðurskautinu þar sem það verður hættulega þunnt á hverju ári frá miðjum ágúst til nóvember/desember.  Stofnunin segir að árangur ætti að sjást á 11 árum ef haldið er áfram á sömu braut.

Fara á BBC hér