Opinberar samgöngur lykillinn að hreinum borgum

LestirNý rannsókn gefur til kynna að gott samgöngukerfi í borgum geti hvatt fólk til þess að nota síður bíla og leggja sitt af mörkum til baráttunnar við loftslagsbreytingar.  Reiknað var út að útblástur vegna samgangna í borgum gæti minnkað um meira en helming fyrir árið 2050 og þar með sparnaður upp á um 100 trilljón dollara í Bandaríkjunum.  Einnig mundi ótímabær dánartíðni minnka um 1.4 milljón tilfella.  Skýrslan verður birt á UN Habitat III fundi, sem er undanfari ráðstefnu um loftslagsmál með Ban Ki-Moon í næstu viku.  Niðurstöðurnar voru birtar af rannsóknarteymi við Háskólann í Californíu og stofnunar Transportation and Development Policy (ITCP).

Einn höfundanna Michael Raplogle framkvæmdastjóri hjá ITDP segir að stærsti og mikilvægasti þátturinn í því þegar kemur að loftslagsmálum sé að bjóða fólki upp á betra aðgengi að umhverfisvænni kostum við að komast ferða sinna á milli A til B í borgum.  Samgöngur sem sífellt auka bílanotkun er ein helsta uppspretta af kolefnisútblástri í heiminum segir hann.  Það sem efnahagskerfið þarf er að verða grænna, komast út úr bílatreppunni og bjóða eitthvað betra sem tekur minna á og vinnur meira á.

Sýn til 2050
Skýrslan býður upp á nýja sýn á því hvernig megi ná þessum markmiðum þrátt fyrir spár um mun meiri mannfjölgun og því fleiri farþega sem þurfa að ferðast á milli.  Launsin felst í hreinni samgöngukostum og jafnvel það að hjóla og ganga.   Slíkt mundi minnka vegaframkvæmdir og bílskúrsnotkun.  Skýrslan segir einnig að án breyttrar stefnumótunar og fjárfestingar í framtíðinni þá muni útblástur frá samgöngum tvöfaldast frá 2010 til 2050.  Bílateppur munu verða meiri og stærri en í dag og fólk mun eyða meiri tíma fast í þeim segir Mr. Replogle en slíkt mun hafa áhrif efnahagslega þegar fólk kemur of seint til vinnu og funda.  Fólk mun þurfa að eyða meiri fjármunum í samgöngur.  Hann sagði að nú þegar væru merki um að aðilar sem setji stefnuna og borgarskipuleggjendur séu að átta sig og breyta hugsunarhætti sínum til framtíðarinnar.  Til dæmis í borgum þar sem erfitt er að koma við nýmóðins samgöngukerfi þá ertu sett upp lestarkerfi ofanjarðar fyrir mun minni kostnað og þannig verður mun betra fyrir fólk að ganga um og hjóla.  Millistéttarfólk notar í auknum mæli opinberar samgöngur og notar hjól í staðinn fyrir bílinn.  Lágstéttarfólk sem ekki hefur efni á bílum hreyfir sig mun meira.  Allir hagnast á því að sitja ekki fastir í bílateppum.

Mr. Replogle segir að einn helsti þröskuldurinn sem hamli þessari þróun í átt til betri opinberra samgangna væri viðhorf stjórnmálaleiðtoga og þeirra sem taka ákvarðanir.  Það er gríðarlegt magn fjármuna trúlega um trilljón bandarískra dollara sem bíður hreinlega eftir tækifæri til þess að fjárfesta í opinberu samgöngukerfi.  Það sem þarf er að ríkisstjórnir vinni með þróunarbönkum og öðrum stofnunum til þess að gefa grænt ljós á slíkar framkvæmdir sem leiða til meira pláss á götum fyrir annars konar samgöngur ásamt hjólum og gangandi fólki.   Hann bendir á að ólíkt orkustefnu sem felur í sér mun kostnaðarmeiri tækni þá sé þetta fjárfesting í betri samgöngum og geri jafnframt götur öruggar fyrir hjólaumferð og gangandi fólk.

Fara á BBC hér