Kína fer fram úr Evrópu í kolefnisútblæstri – ástæðan er framleiðsla fyrir Evrópu og Bandaríkin

utblasturNý gögn sýna fram á að útblástur Kína miðað við höfðatölu hefur nú náð fram úr Evrópusambandinu í fyrsta sinn.  Vísindamenn segja Indlandi einnig spáð því að fara fram úr kolefnisútblæstri Evrópu árið 2019.  Heildarlosun í heiminum hefur aukist hratt og mun líklega fara fram úr viðmiðunum þegar kemur að loftslagsbreytingum innan 30 ára.  Nú þegar hefur hækkunin numið 2/3 af þeirri hlýnun sem þarf upp að þeim 2 C sem miðað er við.  Það virðist sem við skiljum ekki að í framtíðinni munum við ekki getað brennt svo miklu eldsneyti og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til virðast ekki duga.  Verkefni  sem nefnt hefur verið Global Carbon Project er unnið af vísindamönnum frá mismunandi stofnunum og veitir upplýsingar um árlegan útblástur í heiminum.  Nýjustu gögn sýna að útblástur ársins 2013 slær met en hann er kominn í 36 billjón tonn af kolefni í heiminum, en miðað er við allar mannlegar uppsprettur.

Stæstu losunarlöndin árið 2013

Kína  29 %
USA  15%
EU  10%
Indland  7.1%
Rússland  5.3%
Japan  3.7%
Þýskaland  2.2%
Lýðveldið Kórea  1.8%
Íran  1.8%
Saudi Arabía  1.5%

Mestur útblástur samkvæmt töflunni kemur frá Kína eða um 29% en Bandaríkin koma fast á eftir með 15%, Evrópusambandið með 10% og Indland með 7.1%.  Kínverjar auka útblástur sinn miðað við höfðatölu og ná framúr Evrópusambandinu í fyrsta sinn.  Á meðan meðaltal í heiminum í heild er 5 tonn á borg er Kína að framleiða 7.2 pr.mann.  Dr. Robbie Andrew frá Climate and Environmental Research í Noregi segir ljóst að Kínverjar fari þannig fram úr Evrópusambandinu sem heild.  Þetta kemur mörgum á óvart.

Framtíðin fer fram úr fortíðinni
Þessi þróun varpar áhugaverðu ljósi á samningaviðræður um loftslagsmál þar sem Kínverjar hafa oftast vitnað til þess hve lágt meðaltal þeir losa út miðað við höfðatölu þegar þeir staðhæfa að þeir séu á pari við þróunarlöndin og þannig sé ekki forsvaranlegt að setja bann á þá.  Iðnvæðing í Kína hefur aukist mikið undanfarin 20 ár en mikið hefur verið byggt af kolaorkuverum.  Þessi uppbygging þýðir að útblástur Kína mun aukast mikið til framtíðar.

Prófessor Corinne Le Quere frá Háskólanum í Austur Anglia sem einnig tók þátt í verkefninu segir mikilvægt að hafa í huga að hlutfall af útblæstri Kína tengist neyslu í Evrópu og Bandaríkjunum.  Um 20% af öllum útblæstri í Kína er vegna framleiðslu fatnaðar, húsbúnaðar og jafnvel sólarsellur í sólarorkuver eru framleidd í Kína fyrir Evrópu og Bandaríkin.  Ef litið er til útblásturs í Evrópu í því ljósi þá má segja að Evrópa og Bandaríkin beri ábyrgð á 30% hærra hlutfalli en telst til þeirra í töflunni þ.e. vegna allrar þeirrar neyslu á vörum sem framleiddar eru annarsstaðar.

Annað land sem tekur stökk í útblæstri er Indland.  Áríð 2013 jókst útblástur kolefnis þar um 5.1% og munu þeir ná fram fyrir Evrópusambandið árið 2019.  Indland er í miklum vandræðum sem mætti laga með því að núverandi stjórnvöld löguðu salernismál í landinu segir Dr. Andrew.   Það er svo margt að gerast þar í landi að það að biðja þá um að minnka losun er stórt vandamál fyrir þá.  Á árinu 2014 má búast við því að kolefnisútblástur nái nýjum hæðum og fari í 40 billjón tonn eða 65% yfir það sem það var árið 1990.

Vísindamenn hafa reiknað út að ef á að ná að halda heiminum undir 2 C þá þurfi heildarútblástur að haldast undir 3.200 billjón tonn.  Heimurinn hefur því um 1.200 billjón tonn eftir til að nota upp í það.  Útblástur heimsins heldur áfram að aukast á miklum hraða segir prófessor Le Quere.  Innan 30 ára munum við vera búin að nota allan kvótann sem er mikill.  Vísindamenn segja að þær byrgðir af olíu, gasi og kolum sem eftir eru fari fram úr þessum 2 C.  Það er eins og stjórnmálamenn skilji það ekki segir Le Quere.  Við höfum enn ekki viðurkennt þá staðreynd að við munum ekki geta brennt öllu þessu eldsneyti og aðgerða er þörf til að minnka núverandi notkun.

Þessar niðurstöður koma nú þegar aðilar frá 125 löndum eru að fara að hittast á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York til þess að ræða loftslagsbreytingar.  Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið leiðtoga heimsins að mæta í næstu viku og hafa í farteskinu markmið sem munu ná að komast fyrir þann vanda sem staðjar að.  Ráðstefnunni er ætlað að setja af stað ný viðmið heimsins sem munu síðan verða samþykkt í París í lok ársins 2015.  Samkvæmt vísindamönnum þá eiga stjórmálamenn langan veg fyrir höndum ef þeir vilja ná að halda sig undir 2 C.  Kína og Indland eru að gera nákvæmlega það sama og önnur lönd segir prófessor Le Quere.  Við verðum að fara að sýna leiðtogahæfileika þegar kemur að notkun orku í ríkum löndum og setja þannig fordæmi sem önnur lönd geta miðað við.  Í augnablikinu virðist ekkert land geta sýnt slíka leiðtogahæfileika.

Fara á BBC hér