Forsætisráðherra tekur þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál

SigmundurdavidSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun í dag taka þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York, en til fundarins var boðað af hálfu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í því augnamiði að sporna gegn neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og varða veginn til Parísar á næsta ári þar sem ætlunin er að ná fram bindandi loftslagssamningi.  Forsætisráðherra mun ennfremur taka þátt í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem sett verður á á morgun miðvikudag, og viðburðum þeim tengdum.

Ban Ki-moon hefur sagt að nú sé kominn tími til að taka á þessum málum, en leiðtogar 125 ríkja munu koma saman á fundinum.  Haldnir verða þrír fundir í sínhvoru fundarherberginu á einum degi.   Búist er við því að mikilvægustu umræðurnar um loftslagsmálin verði í einkakvöldverðarboði á fimmtudag sem Ban Ki-moon hefur boðið leiðtogum 20 landa til.  Fjarvera leiðtoga Kínverja, Rússa og Indverja er ekki vel séð en einnig eru fjarverandi leiðtogar Ástralíu og Kanada.

Rockefeller fjölskyldan sem auðgaðist á olíu, tilkynnti á mánudag að þau muni selja fjárfestingar sínar í jarðefnaeldsneyti og endurfjárfesta í hreinni orku og umhverfisvænni.

Ban-Ki mon hefur beðið leiðtoga sem koma á fundinn að hafa með sér raunhæfar hugmyndir sem þeir geta staðið við að framkvæma.  Hann vill heyra loforð leiðtoga um minnkun kolefnisútblásturs og að boðið verði fram fjármagn til þeirra landa sem mest verða fyrir áhrifum loftslagsbreytinga.