Vistvæn endurnýting dufthylkja í prentara sparar fyrirtækjum fjármuni

dufthylki1Þegar kemur að umhverfisstjórnun fyrirtækja og heimila þá er ýmislegt sem hægt er að gera.  Prentkostnaður hefur hækkað á undanförnum árum og bæði hylki og tónerar í þá orðinn töluverður kostnaður í stærri fyrirtækjum.  Mörg fyrirtæki hafa líka tekið upp virka umhverfisstjórnun og reyna að prenta út sem allra minnst.  En ein leið til þess að spara kostnað og vera vistvænn í leiðinni er að endurnýta dufthylki í prenturum.

Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem nefnist Dufthylki og hefur verið á markaði síðan 2010 sérhæfir sig í áfyllingu tónera fyrir laser prentara.  Markmið fyrirtækisins er að minnka kostnað við prentun án þess að rýra gæði og vera vistvæn í leiðinni.  Fyrirtæki lítil, meðal og stór hafa nýtt sér þennan kost í auknum mæli á undanförnum árum.  Fyrirtækið er með þróað ferli þar sem hylkin eru endurframleidd eins og er gert í vistvænu framleiðsludeildunum í verksmiðjum hjá HP, Brother og fleiri framleiðendum.  Þegar stærri fyrirtæki bættust í hóp viðskiptavina og fóru að prófa hylkin og skila inn þeim gömlu hækkaði endurnýtingin mikið og um leið endurnýtti Dufthylki um 1 tonn árið 2011.  Árið 2013 var þessi tala komin í 3.5 tonn og núna árið 2014 er talan orðin hærri en allt árið í fyrra.  Allir hlutir eru vandlega flokkaðir og endurunnir á vistvænan hátt s.s. álið, duftið og plastið.  Þetta plast er síðan nýtt í endurvinnslu þar sem það er bráðið og notað aftur.  Hylki sem ekki eru endurnýtt í dag eru brennd til orkunotkunar en slíkt er varla vistvænt fyrir umhverfið.

Ferli vinnslunnar fer þannig fram að hylkin eru tekin í sundur, allir hlutir skoðaðir, aðskildir og hreinsaðir og ný tromla sett í ásamt nýrri rúllu.  Hylkin eru fyllt með nýju dufti samkvæmt stöðlum og sett síðan aftur saman og prófuð í réttum búnaði.  Hylkinu er síðan komið fyrir í lofttæmdri og rakavarðri pakkningu.  Ferlið sjálft tekur aðeins 15-60 mínútur þannig að afhendingartíminn er stuttur og yfirleitt eru hylkin afgreidd samdægurs.  Fyrirtækið er alltaf með endurframleidd hylki á lager í öllum vinsælustu tegundunum og sækir tóm hjá fyrirtækjum og skilar af sér nýjum í leiðinni.  Í Kringlunni er t.d. dallur sem merktur er fyrirtækinu þar sem öll hylki frá skrifstofum og fyrirtækjum fara í en dallurinn er síðan sóttur þegar hann er fullur.  Dæmigert hylki í prentara er á ca. 6.000 kr hjá fyrirtækinu.

Mörg fyrirtæki í dag eru markvisst að huga að því að minnka rekstrarkostnað hjá sér og taka upp virka umhverfisstjórnun með kerfi ISO 14001.  Margir nýjir prentarar í dag eru líka þannig gerðir að þeir slökkva á sér þegar ekki er verið að nota þá og spara þannig rafmagnsnotkun.