Markmið um líffræðilegan fjölbreytileika nást ekki fyrir árið 2020

lifraedilegur fjolbr.Vísindamenn segja að þau markmið sem sett hafa verið þegar kemur að líffræðilegum fjölbreytileika muni ekki nást og leiðtogar heimsins hafi ekki náð að standa við það að stöðva hnignum villtra dýradegunda eða bjarga vistkerfum og friða svæði við strendur.   Ríkisstjórnir samþykktu að setja sér takmark árið 2010 um að sporna við eyðileggingu vistsvæða og stöðva ofveiðar.  Yfir 30 vísindamenn víðsvegar úr heiminum segja hins vegar nú að um helmingur þeirra markmiða sem sett voru fyrir árið 2020 svokölluð Aichi markmið, muni ekki nást.  Kemur þetta fram í Journal Science í sömu viku og stór skýrsla WWF birtist þar sem kemur fram að heimurinn hafi nú misst um helming dýrategunda á síðustu fjórum áratugum.  Vísindamenn segja að ástand þegar kemur að líffræðilegum fjölbreytileika sé slæmt vegna álags og sé sífellt að versna.  Talið er einnig að ekki muni nást að minnka fiskveiðar niður að þeim mörkum sem teljast sjálfbær sem og það takmark að gera um 10% af höfum heimsins að verndarsvæði.

Dr. Richard Gregory sem er einn af skýrsluhöfundum yfirmaður vöktunar og rannsókna á dýrategundum hjá RSPB segir að leiðtogar heims takist nú á við margt það sem muni hafa bein áhrif á framtíðina.  Þessi rannsókn sýni að þeim hafi mistekist að taka á vandamálum sem lúta að líffræðilegum fjölbreytileika sem er trúlega einn stærsti vandi sem snúi að mannkyninu.  Náttúrulegt umhverfi sér mannkyninu fyrir fæðu, hreinu vatni og öðrum auðlindum sem við þurfum til þess að komast af en ekki aðeins til að gleðja sálina og upplifa.  Þessi mistök valda nú okkur öllum vanda segir hann.  Ef fer sem horfir og þessi settu markmið nást ekki fyrir 2020 er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist.  Ákveðið mat var gert árið 2002 og sett voru viðmið að markmiðum til þess að reyna að sporna við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika fyrir 2010.  Þau markmið náðust ekki.  Mike Hoffmann hjá International Union for the Conservation of Nature segir að nú sé ákveðið raunveruleikamat gert þegar við nálgumst árið 2020.  Við erum í mikilli hættu á því að vera í sömu stöðu og við vorum árið 2010 og hafa ekki náð þeim árangri sem leiðir til betra samfélags og betri heims.  Hann segir þetta þó ekki þýða að við séum ekki að ná neinum árangri heldur sé ekki nóg gert þegar kemur að friðun.   Við verðum að gera betur segir hann.  Þessi nýja skýrsla eða stöðumat á markmiðum sem sett voru fyrir árið 2020 segir að vitund um vandamálið hafi batnað og vilji til að leggja fé í sjóði til að takast á við vandamálin sé til staðar en ekki nóg.  Litið var til 55 þátta þegar kemur að því að mæla heilbrigði líffræðilegs fjölbreytileika á heimsvísu.  Ávinningurinn af því að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika er vel þekktur segir í skýrslunni og nú þarf að gefa í tvöfalt.

Aðilar frá um 200 löndum hittast í Pyeongchang í Suður Kóreu á næstunni til þess að ræða það hvernig hægt er að taka á þessum vanda.

Fara á The Guardian hér