Mismunandi hlýnun sjávar eftir dýpi

hlynun sjavarSjórinn virðist ekki verða hlýrri eftir því sem mælt er dýpra, hins vegar hlýnar yfirborð hans hraðar síðan 1970 samkvæmt því sem kemur fram í tveimur nýjum rannsóknum.  Vegna þess að sjór tekur í sig 90% af hita vegna mannlegra athafna þá er hlýnun helsta áhyggjuefni þegar kemur að loftslagsbreytingum.  Í nýjum rannsóknum kemur fram að grunnsjór hlýnar mest.  Vísindamenn báru saman hitatölur frá gervitungli og loftslagslíkön.  Báðar rannsóknirnar voru birtar í Nature Climate Change.

Vanmat
Um vanmat getur verið að ræða sér í lagi þegar litið er til Suðurskautsins þar sem færri mælingar hafa verið gerðar.  Rannsóknarteymi frá Lawrence Livermore National Laboratory í Californía rannsakaði langtíma hlýnun í efstu 700 m sjávar.  Þeir vildu bera saman þær tölur sem birtar höfðu verið frá suðurhöfum og spám sem gerðar höfðu verið í norðri og loftslagslíkönum og nákvæmum sjávarhæðarmælingum.

Sjávarhæð er metin nákvæmlega með gervitunglum sem senda bylgjur  frá yfirborði sjávar.  Fylgst er með öllum breytingum nákvæmlega og hitastigi vegna þess að vatn eykst að rúmmáli þegar það hitnar.  Með því að bera saman þessa útreikninga fundu vísindamenn út að efri lög sjávar hafa verið verulega vanmetin á árbilinu 1970-2004.  Þetta á sérstaklega við um Suðurskautið og er nægilega mikið samkvæmt vísindamönnum til þess að benda til þess að allar tölur slíkra mælinga séu of lágar þegar kemur að hækkun hitastigs í efri lögum sjávar heims.  Þetta gæti verið á bilinu 24%-55%.  Vísindamenn segja að þetta vanmat sé að öllum líkindum tilkomið vegna stopulla mælinga í suðri.  Dr. Paul Durack segir að þetta sé ákveðið vandamál en vísindamenn séu ávalt að reyna sitt besta með takmörkuðum rannsóknum.  Dr. Jan Zika sjávarsérfræðingur hjá Háskólanum í Southampton er sammála Dr. Durack og bendir á að það vanti fleiri gögn.  Það gæti verið að sjór tæki meira í sig af hita en við höfum haldið segir hann.  Geymsla hita í höfum er besta skýring sem vísindamenn hafa þegar kemur að hægari hlýnun í heiminum.  Dr. Zika bætir við að hiti í grynnri lögum sjávar sé sérstakt áhyggjuefni þar sem hiti í þeim lögum sé meira líklegur til þess að hafa áhrif á andrúmsloftið.  Ef við förum dýpra eru minni breytingar og allt virðist fast þar niðri.

Á dýpi sem er meira en 2km virðast hitatölur tiltölulega stöðugar þegar litið er til breytinga sem koma fram á mælum.   Þetta var niðurstaða seinni rannsóknarinnar sem teymið frá California Institute of Technology gerði með því að nota tölur frá Argo programme.   Upphaf notkunar þess búnaðar er á árinu 1999 og um 3.600 slíkir mælar fljóta í höfum heimsins.  Argo mælir hitastig niður á 2km dýpi þannig að Caltech rannsóknarteymið notaði upplýsingarnar til þess að reikna út hitabreytingar í efri lögum.  Þessar hitatölur voru síðan dregnar frá heildartölum yfir hlýnun sjávar frá gervitunglum en þar komu tölur yfir hitabreytingar neðar en 2 km.

Niðurstaðan var þegar á allt var litið engin hitabreyting í dýpri lögum sjávar.  Dr. William Llovel segir að ákveðin óvissa sé í þessu mati en hann er einn aðalhöfundanna.  En hins vegar er þetta heildarmat og ekki er notast aðeins við fáar rannsóknir úr dýpri lögum sjávar.

Dr. Gregory Johnson og Dr. John Lyman frá National Oceanic and Atmospheric Administration í Seattle í Bandaríkjunum segja að þessar niðurstöður bendi til þess að verulegt gat sé í mælingum sjávar.  Þeir leggja til að horft verði til nýrra kynslóða mæla sem nefndar eru Deep Argo.  Fyrstu mælarnir voru settir út við strönd Nýja Sjálands í júní s.l.  Þessir mælar ná niður á 6km sýpi undir öldum.  Það er kominn tími til að loka þessu gati í mælingum og minnka óvissu segja Dr. Johnson og Dr. Lyman.

Dr. Zika er þeim sammála og segir að það þurfi að skýra það vel hvernig höfin taka til sín hita og hafi áhrif á loftslagsbreytingar.  Til þess að vita nákvæmlega hvert allur hitinn fer og hvort hann kemur út aftur þarf að rannsaka mun betur og það þarf að ganga í það mál.

Fara á BBC hér