Þingsályktunartillaga um að Hvammsvirkjun fari í nýtingaflokk lögð fyrir Alþingi

Virkjanir nedri hl.Þjórsá_ LandsnetRíkisstjórnin samþykkti í fyrradag tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Er þetta endurflutningur tillögu frá í vor en hún er í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar).

Í greinargerð verkefnisstjórnar frá mars kemur fram að niðurstaðan sé fengin að teknu tilliti til fyrirliggjandi upplýsinga og með hliðsjón af mati faghóps um laxfiska í Þjórsá. Er þar m.a. vísað í skýrslu sérfræðihóps um laxfiska í Þjórsá og nýlegar upplýsingar frá Landsvirkjun sem faghópur fór yfir. Var það niðurstaða faghópsins að óvissa varðandi áhrif Hvammsvirkjunar á laxfiska hefði minnkað nægjanlega til að réttlætanlegt væri að færa virkjunina í nýtingarflokk.

Ekki er á þessu stigi gerð tillaga um breytingu á röðun annarra virkjunarkosta sem núgildandi rammaáætlun tekur til.

Fara í greinargerð verkefnisstjórnar hér
Fara í umsagnir hér
Fara á vef rammaáætlunar hér