Háskólinn í Glasgow selur hlutabréf í fyrirtækjum á sviði jarðefnaeldsneytis

Glasgow háskóliHáskólinn í Glasgow er sá fyrsti í Bretlandi til þess að tilkynna að hann muni selja öll hlutabréf sem skólinn á í fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti.  Talsmaður skólans viðurkennir þau miklu áhrif sem jarðefnaeldsneyti hefur þegar kemur að loftslagsbreytingum og þörfina fyrir að minnka notkun.  Háskólinn dregur til baka 18 milljóna punda fjárfestingu sem fyrirhuguð var næsta áratuginn.  Þessi yfirlýsing kemur í kjölfarið á herferð stúdenta sem kölluðu eftir breytingum.  Yfir 1300 manns tóku þátt í þeirri herferð.

Á næstu árum mun skólinn minnka fjárfestingar sem hafa verið gerðar í fyrirtækjum sem tengjast jarðefnaeldsneyti en einnig tekin skref varðandi að minnka kolefnisfótspor.  Skólinn mun frysta allar nýjar fjárfestingar á sviði jarðefnaeldsneytis og beina þeim í aðrar umhverfisvænni fjárfestingar.  Glasgow gengur með þessu í hóp 13 amerískra háskóla og stofnana sem hafa tilkynnt að dregnar verði til baka yfir 50 billjón dollara fjárfestingar úr fyrirtækjum með jarðefnaeldsneyti.  Fyrir stuttu tilkynnti Rockefeller sjóðurinn að hann mundi selja fjárfestingar í fyrirtækjum með jarðefnaeldsneyti.  Nú þegar hafa 181 stofnun og 656 einstaklingar samþykkt að draga fé sitt út úr slíkum fjárfestingum.

Nemendur í mörgum háskólum hvetja stjórnendur skólanna til þess að endurfjárfesta en mæta oft hörðu stjórnenda skólanna.  Háskólinn í Glasgow hefur sagt að fjárhagsleg áhrif vegna þessarar ákvörðunar sé viðunandi fyrir skólann.  Callum Shaw einn af þeim sem tekur þátt í herferðinni segir að hjá stúdentum sé ekki deilt um loftslagsbreytingar og að þær séu að gerast enda stúdentar kynnt sér rannsóknir varðandi þau mál og enginn vafi í þeirra hugum.  Upphafið af þessari herferð var mjög smátt í sniðum en stækkaði mjög ört.  Aðrir breskir háskólar eru einnig að taka þetta til skoðunar og búist er við að School of Oriental and African Studies muni gefa út tilkynningu næsta mánudag.  Einnig er búist við tilkynningum frá fleiri stofnunum t.d. Háskólanum í Edinborg.  Oxfordháskóli og hans stofnanir eru að ráðfæra sig varðandi 3.8 billjón punda fjárfestingar og meira en 1.000 stúdentar skólans hafa gengið til liðs við herferðina.

Niðurstöður rannsókna benda til þess að aðeins verði mögulegt að brenna um þriðjungi af því jarðefnaeldsneyti sem nú þegar hefur verið fundið og halda loftslagi í horfi.  Mary Church frá Friends of the Earth í Skotlandi segir þetta vel gert hjá Háskólanum í Glasgow að verða fyrsti skólinn í Bretlandi til þess að stíga þetta skref.  Þetta eru ekki einungis góðar fréttir fyrir jörðina okkar heldur er þetta líka skynsamleg ákvörðun þegar kemur að fjárfestingum þar sem kolefnisbólan sem nú er í gangi muni á endanum sprynga.

Þrátt fyrir þetta hafa þessar endurfjárfestingar ennþá ekki haft veruleg áhrif á olíu, gas og kolafyrirtækin enda virði nærri 5 trilljónir dollara á markaði.  Þeir sem standa að herferðinni vonast til þess að á endanum muni endurfjárfestingar fyrirtækja og fólks fara að hafa áhrif þannig að fólk skammist sín fyrir að leggja fé til fyrirtækja á sviði jarðefnaeldsneytis.

Fara á BBC hér