Loftslagslíkön vanmeta kolefnisupptöku plantna

maeling loftlagslikonLoftslagslíkön hafa vanmetið það magn af kolefni sem plöntur binda samkvæmt nýrri rannsókn.  Vísindamenn segja að á árbilinu 1901-2010 hafi lifandi verur tekið upp 16% meira en áður var haldið.  Höfundar rannsóknarinnar segja að þetta útskýri af hverju loftslagslíkön hafi ofmetið magn kolefnis í andrúmslofti.  Sérfræðingar telja þó að þessir nýju útreikningar skipti ekki miklu máli varðandi spár um hnattræna hlýnun.  Rannsóknin var birt í blaðinu Proceedings of the National Academy of Sciences.

Það skiptir miklu máli að finna út magn kolefnisdíoxíð í andrúmslofti til þess að geta metið framtíðar áhrif á hnattræna hlýnun þegar kemur að hitastigi.  Um helmingur af CO2 sem er framleitt er síðan tekið upp af höfum eða lifandi verum.  En að meta og setja upp líkan af áhrifunum á heimsvísu getur verið nokkuð flókið.  Í þessari nýju rannsókn var litið til þess sérstaklega hvernig tré og plöntur taka upp kolefni.  Með því að rannsaka hvernig CO2 berst inn í lauf komust höfundarnir að því að meira af gasinu fór inn í plöntur en talið hafði verið.  Niðurstöðurnar voru þær að á árbilinu 1901-2010 telja vísindamenn að það magn af kolefni sem tekið er upp hafi aukist úr 915 billjón tonna í 1.057 billjón tonn eða um 16% aukning.

Það virðast vera mismunandi niðurstöður annars vegar frá vísindamönnum sem búa til líkön og hinna sem gera almennar rannsóknir þegar kemur að þessu ferli.  Það virðist taka tíma fyrir þessa ólíku vísindamenn að skilja hvorn annan.

Vísindamenn telja að jarðarlíkön hafi ofmetið magn kolefnis í andrúmslofti um 17% og telja að þetta nýja mat skýri það ofmat.  Kolefni í andrúmslofti tók að aukast mjög eftir 1950 segir Dr. Gu.  Þannig að 17% náðust á um 50 árum.  Ef við ætlum að spá fyrir um framtíðar magn kolefnisaukningar hundruði ára fram í tímann, hve mikið magn yrði það segir hann?

Aðrir vísindamenn telja að þessi nýja rannsóknarvinna gæti hjálpað til við að skýra líkönin en mögulega skipti ekki miklu þegar kemur að hnattrænni hlýnun.  Rannsóknin birtir nýja sýn inn í það hvernig uppbygging laufblaða er og það kerfi í þeim sem getur raunverulega haft áhrif á plánetuna segir Dr. Pep Canadell frá Global Carbon Project at CSIRO í Ástralíu.

Þetta útskýrir hvers vegna jarðarmódel geta ekki fyllilega spáð fyrir um upptöku CO2 í andrúmslofti og aukningu þegar litið er til 100 ára aftur í tímann og bendir til þess að grænmeti taki mögulega meira upp þegar litið er til framtíðar. Ef meira kolefni er tekið upp af plöntum má búast við því að hægi á loftslagsbreytingum en hins vegar eru margir aðrir ferlar í vistkerfum í gagni.  Margir sérfræðingar eru sammála um að áhrifin eru athyglisverð og ýta undir að skoða betur líkönin sem notuð eru.  Hins vegar telja þeir ekki að niðurstöðurnar breyti þeirri staðreynd að þörf er á því að minnka útblástur kolefnis til þess að lágmarka áhrif.

Þessi nýja rannsókn gefur til kynna að það verði mögulega aðeins auðveldara að ná takmarkinu um 2°C hækkunina en áherslan er á lítillega segir Dr. Chris Huntingford hjá Centre for Ecology and Hydrology í Bretlandi.  Yfir það heila þá verður minnkun kolefnisútblásturs á næstu áratugum að vera mikill ef við viljum ná því takmarki segir hann.

Fara á BBC hér