Mengun frá Bárðarbungu yfir Evrópu í september

mengun fra BardarbunguHlýr og þurr septmeber mánuður var góður til þess að fara í göngutúra í náttúrunni þótt þoka stundum hamlaði miklu útsýni.  Mistur að morgni er fallegt á haustin en mistur á kvöldin er yfirleitt mengun.  Vegna veðurskilyrða hlóðst mengun upp yfir norðvestur Evrópu, þar með talið Bretlandi.  Aðeins skosku landamærin og hálöndin voru laus við mengun meira og minna mánuðinn allan.  Í London voru þetta 13 dagar þar sem loftmengun náði 3 eða þeim mörkum sem viðkvæmt fólk með öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt að gera ráðstafanir.

Mikið af þessu eru agnir sem koma frá gasthitun, iðnaði, umferð og landbúnaði.  En þar sem lítil hitun var vegna hlýinda er helst að líta til umferðar þá sérstaklega díselbifreiða.  Frá september þurftu nýjar bifreiðar að miðast við hertar reglur en eftir á að koma í ljós hvort það leiðir til minni mengunar.

Þann 4 september voru upptök mengunar kolefnisdíoxíð (SO2) frá Bárðarbungu og voru gefnar út viðvaranir á Írlandi.  Mengunin fór yfir meginland Bretlandseyja frá 21-23 september og einnig París.  Mengunin fór þó ekki yfir heilsuverndarmörk sem útgefin eru af World Health Organisation.  Mælingar benda til að eldstöðin spúi 200-600 kg af SO2 pr.sek sem er meira en iðnaður í Evrópu, mengun frá umferð, kolum og olíu samanlagt.

Fara á The Guardian hér