Ódýr sólaroka frá Afríku gæti séð brekum heimilum fyrir orku fyrir 2018

tunur_solarsellFjárfestar leita eftir fé frá breskum stjórnvöldum í metnaðarfulla áætlun um sólarorku í Norður Afríku.  Gert er ráð fyrir að um 2.5 milljón heimila í Bretlandi fái rafmagn árið 2018 með virkjuðu sólskyni í Túnis.  Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu segjast nú þegar vera búin að setja 10 milljónir evra til þróunarvinnu.  Fjöldi fyrirtækja keppist nú við að koma grænni orku til Bretlands fyrir árið 2017.

TuNur verkefnið eins og það hefur verið kallað mun framleiða 2 gígawattstundir af sólarorku ef fyrirtækið tryggir sér fjármögunun í gegnum CFD eða contract for difference.  Samkvæmt reglum sem Decc (Department for Energy and Climate Change) gaf út í sumar munu stjórnvöld heimila þróunaraðilum endurnýjanlegra orkuverkefna sem ekki eru staðsettir í Bretlandi að sækja um verkefnasamning.  TuNur sem er samstarfsverkefni á milli British renewables Low Caron, Nur Energie og Tunisian investors segja að nú þegar hafi verið settar 10 milljónir evra til þróunarvinnu verkefnisins.  Fyrirtækið hefur safnað þriggja ára sólargögnum á fyrirhuguðu svæði sem aftur hafa verið staðfest af óháðum aðila.  Reglugerð hefur einnig verið komið í gegnum þingið í Túnis sem heimilar útflutning orkunnar og samningar hafa verið gerðir við Ítalska aðila um að reka og tengja rafstreng í sjó.  Þetta eru því ekki aðeins einhverjar hugmyndir á blaði segir Kevin Sara hjá TuNur.  Við erum að vinna með stærstu orkufyrirtækjum í heiminum enda mikil alvara í þessu verkefni.  Hann viðurkennir að um áhættu sé að ræða en segir jafnframt að öll orkuverkefni séu í eðli sínu áhættusöm.  Það er hins vegar ekkert nýtt við það að flytja orku frá Norður Afríku til Evrópu.

Fyrirtækið segir gas flutt nú þegar frá Alsír í gegnum Túnis og aldrei verið vandamál.  Þetta verkefni nú snýst um að sólarorku í stað gas.  Þetta gefur líka tækifæri á því að geymdar séu byrgðir á framleiðslusvæðinu þannig að framboðið sé alltaf jafnt.  Það er því hægt að kveikja og slökkva eftir þörfum.  Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu segja að sala orkunnar sé trygg og verði um 20% ódýrari en sú orka sem seld er heimafyrir eins og t.d. vindorka.

Við getum afhent umhverfisvæna orku til Bretlands á hagstæðara verði en vindorkan er á nú þegar og mun ódýrari en kjarnorka.  Það eina sem við biðjum um er að fá tækifæri.  Ríkisstjórnin virðist þó ekkert að flýta sér í þessum efnum.  Ríkisstjórnin setur einnig þær reglur að orkan sem yrði framleidd verði að vera eingöngu fyrir breska neytendur.

Írsk vindorka kom einnig til greina á tímabili en vegna andstöðu heimamanna við vindmillurnar var því verkefni hætt.  Annað verkefni hefur einnig verið kynnt en það er sæstrengur frá Íslandi sem mundi flytja raforku til Bretlands.  Sæstrengurinn yrði um 1.000 km að lengd.  Þar hefur hins vegar ekki náðst samkomulag um hver mundi greiða fyrir tenginguna samkvæmt Björgvin Sigurðssyni hjá Landsvirkjun.  Við erum að skoða slíkan sæstreng segir hann en engin ákvörðun hefur verið tekin en þetta gæti verið áhugavert tækifæri fyrir Bretland.  Hann segir að það taki 2-3 ár í viðbót áður en hægt er að taka endanlegar ákvarðanir um fjárfestinguna.  Þetta gæti orðið að veruleika fyrir 2024.

Fara á BBC hér