2014 hlýjasta ár síðan mælingar hófust

Concentrations of CO2 ( Carbon dioxide ) in the atmosphereÁrið í ár mun verða það hlýjasta í sögunni en hitastig í heiminum sem og sjávarhiti í september 2014 var það hæsta sem mælst hefur í mánuðinum.  Þetta kom fram hjá bandarísku stofnuninni National Oceanic and Atmospheric Administration á mánudag.  Þessar tölur staðfesta að núliðinn september mánuður er sá hlýasti miðað við 1998 og síðan mælingar hófust 1880.  Þegar skoðað er meðaltal hitastigs lands og sjávar var það skráð 0.68°C yfir meðaltali á 20 öldinni eða að meðaltali 14.1°C.  Ef árið 2014 heldur áfram með þessum hætti verður það hlýjasta ár sem skráð hefur verið.  Öll tíu heitustu árin hafa mælst síðan árið 2000.  Loftslagsrannsóknir hafa sýnt fram á að hefur hlýnun er til jafns við við aukningu kolefnis í andrúmslofti.  Í síðasta mánuði sýndu tölur um kolefni að það jókst meira en síðustu 30 ár.  Til eru skráningar fyrir síðustu 38 ár.  Helsta ástæðan er talin vera hlýnun sjávar.  Í Ástralíu mældist einnig hæsta hitagildi að degi til.  Í Bretlandi mældist fjórði hlýjasti september síðan mælingar hófust fyrir öld síðan en hitastig mældist 1.2°C yfir langtíma meðaltali.

Fara á The Guardian hér