Umhverfisspjöll vegna utanvegaaksturs vélhjólateymis (myndband)

Miklar skemmdir hafa nú orðið á hálendi Íslands vegna utanvegaaksturs og umhverfisspjalla af hálfu vélhjólateymis frá bandaríkjunum og þriggja leiðsögumanna á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rider.  Umhverfisstofnun hefur ákveðið að kæra þessa aðila til lögreglu.  Eins og fram hefur komið í Kjarnanum þá hyggst þetta ferðaþjónustufyrirtæki bjóða ferðamönnum upp á skipulagðar mótorkross vélhjólaferðir næsta sumar.  Fyrirtækið skipulagði 5 daga ferð Bandaríkjamannanna en sú ferð var prufuferð.  Myndband úr ferðinni hefur verið sett á Youtub en þar sést til hópsins þar sem hann stundar utanvegaakstur nálægt Heklu.  Umhverfisspjöll sem þessi varða við lög um náttúruvernd og brot sem þessi varða allt að fjögurra ára fangelsi.  Samkvæmt Kjarnanum þá vísar eigandi Arctic Rider því að bug að stundaður hafi verið utanvegaakstur og bendir á að jeppavegir og slóðar liggi út um allt land.

Hér til hliðar má sjá umrætt myndband og dæmi hver um sig hvort um utanvegaakstur og umhverfisspjöll er að ræða.  Engu að síður hyggst Umhverfisstofnun kæra málið til lögreglu, en stofnuninni hefur borist fjöldi ábendinga um myndbandið.  Viðkvæmt land sem þarna sést keyrt á og vélhólamenn skilja för eftir sig í gróðurþekju tekur áratugi að jafna sig.