Upptaka af örráðstefnu „Álag ferðamennsku á náttúru Íslands“

Landmannalaugar MYND:VG.HansenÞann 30. október s.l. var haldin örráðstefna á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála undir heitinu „Álag ferðamennsku á náttúru Íslands“ í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Upptökuna má nálgast hér

Með vaxandi fjölda gesta til landsins hafa áhyggjur fólks af álagi á land og þjóð farið vaxandi. Sumarið 2014 var umræða um sýnilegt álag á helstu náttúruperlur landsins vegna fjölda gesta mikil. Myndir af skemmdum vegna utanvegaaksturs voru áberandi og fjölmiðlar ræddu um viðhorf gesta til og umgengni þeirra um landið. Á þessari fjórðu örráðstefnu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála var farið yfir stöðu þekkingar á álagi á náttúru landsins af völdum ferðafólks og hvernig hægt er að bregðast við því.

Á heimasíðu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála er hægt að finna fleiri upptökur af örráðstefnum sem haldnar hafa verið á þeirra vegum.

Fara á síðu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála hér