Pólland hafnar markmiðum um núll útblástur fyrir árið 2100

Biggest brown coal power plant of Europe in Belchatow coal power station, PolandPólland og fleiri austur evrópsk lönd hafa hafnað þeim markmiðum sem sett hafa verið fram af helstu loftslagsvísindamönnum heims til þess að minnka útblástur kolefnis í null fyrir árið 2100 og forðast þannig áhrif hækkunar hitastigs í heiminum.  Þetta sýnir skjal sem var lekið um málið.

IPCC segir að hætta þurfi allri notkun jarðefnaeldsneytis fyrir lok þessarar aldar til þess að hitastig hækki ekki um 5°C yfir það sem það var fyrir iðnvæðingu.  Slíkt mundi hafa gríðarleg áhrif í heiminum.  Þann 28. október, nokkrum dögum áður en skýrsla IPCC var birt, var kynnt á fundi fyrir umhverfis og orkumálaráðherrum Evrópusambandsins tillaga frá löndum eins og Svíþjóð, Belgíu, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi þar sem áætlað var að innleiða markmiðin inn í stefnu sambandsins.  Það var hins vegar litið svo á að slíkt hefði ekki nægan stuðning vegna andstöðu Póllands, Tékklands, Búlgaríu og Lettlands sem hreinlega höfnuðu markmiðunum.  Detlef van Vuuren einn aðalhöfunda skýrslu IPCC segist hissa á þessu og bætir við að til þess að ná 2°C markinu þá sé þetta nauðsynlegt að öðrum kosti náist slíkt ekki fyrir 2100.  Þetta er hrein hneykslan segir Bas Eickhout þingmaður Græningja í Hollandi.  Eftir að skýrsla IPCC kom út þá voru allir í áfalli þar sem vísindin eru alveg á hreinu í þessum málum og óraunhæft að fresta ákvörðunum og framkvæmdum lengur.  Um leið og síðan stjórnmálamenn koma að málum stíga þeir skref aftur á bak eins og alltaf.  Þetta er ein höfuðástæða þess að fólk er hætt að treysta stjórnmálamönnum.

Ed Davey sem sat fundinn fyrir Bretland var einnig sammála um að ekki bæri að fara fram á mat á útblæstri ríkja strax eftir fundinn sem haldinn verður í París á næsta ári, eftir að Frakkland, Pólland og Tékkland sýndu andstöðu sína.  Slíkt mat hefur gagnast Evrópusambandinu vel til þess að mæla árangur t.d. eftir viðmiðin sem sett voru í Kaupmannahöfn árið 2009 og brugðust.

Pólland leiddi lönd sem sögðu að það væri of snemmt að innleiða slík viðmið án frekari setningu mælikvarða.  Janez Potocnik fráfarandi umhverfisráðherra var þessu ósammála og sagði að slíkt væri langt frá því að vera of snemmt, frekar of seint.  Heimurinn hefur breyst mikið frá því Evrópa setti markmiðin fyrir 2020 árið 2010.  Ákveðið var að Evrópusambandið setti í staðinn óskuldbindandi markmið fyrir árið 2020.

Fara á The Guardian hér