Veðurbreytingar auka tíðni eldinga

eldingarHækkun hitastigs í heiminum mun auka verulega tíðni eldinga samkvæmt bandarískri rannsókn sem birt var í Science.  Rannsóknarteymið segir að reiknað hafi nú verið út hve margra gráðu hækkun hitastigs muni auka tíðni eldinga.  Fyrir hverjar tvær eldingar sem urðu árið 2000 munu verða þrjár eldingar árið 2100 segir David Romps hjá Berkeley háskólanum í Kaliforníu.  Þetta mun auka tíðni þess að eldar kvikni úti í náttúrunni en einnig breyta efnasamsetningu andrúmsloftsins.  Í rannsókninni er notast við nýja aðferð við að finna tengsl á milli hitastigs og eldinga með því að meta þá hitaorku sem keyrir áfram óveðurský.  Með hækkun hitastigs á jörðinni verður meira af slíkri hitaorku sem mun þannig auka rafmagnið í eldingum segir prófessor Romps.  Hann og félagar hans reiknuðu út að fyrir hverja eina gráðu hækkun á hitastigi í heiminum mundi aukning tíðni eldinga vera 12%.  Dr. Romps segir útreikningana mjög nákvæma.

Breytingar á andrúmslofti
Eldingar eru uppspretta margra elda úti í náttúrunni í Bandaríkjunum en slíkt framleiðir um leið gróðurhúsalofttegund sem kallast köfnunarefnisdioxíð (NO2).  Eldingar eru helsta uppspretta NO2 í mið og efsta lagi veðrahvolfsins segir prófessor Romps.  Með því að hafa stjórn á þessari gastegund er hægt að stjórna óbeint öðrum gróðurhúsalofttegundum eins og óson og metan.

Vísindamenn á Veðurstofunni í Bretlandi segja að mikilvægt sé að skilja framtíðar mynstur eldinga þó enn sé nokkur óvissa í líkönum sem notuð eru en þau þurfi að prufa betur.  Til að mynda er mynstur úrkomu í mörgum álfum nokkuð óvíst.  Prófessor Romps segir að ef jörðin hlýni um t.d. 4°C á 21.öldinni eins og búist er við, þá muni breytingin á mynstri eldinga vera minnsta áhyggjuefnið.

Allt það kolefni sem við pumpum nú út í andrúmsloftið á þessari öld verður þar næstu 100.000 árin segir hann.

Fara á BBC hér