Mörkun Íslands – kynningarfundur

Landmannalaugar MYND:VG.HansenHvað kemur upp í huga fólks á alþjóðlegum vettvangi, þegar það hugsar um Ísland?  Hver er ímynd Íslands erlendis? Hvernig er hún metin?

Íslandsstofa gengst fyrir kynningarfundi á Hilton Reykjavík Nordica, 24. nóv. kl. 10.30-12.00

Fyrirtækið FutureBrand, sem sérhæfir sig í mörkun (branding), hefur um árabil gert rannsóknir á viðhorfum fólks til einstakra landa. Kannað er hvaða mælivíddir það eru sem móta viðhorfin þegar kemur að innkaupum á vörum og þjónustu, hvert fólk velur að ferðast, hvar það menntar sig og hvar fyrirtæki eru stofnsett. FutureBrand hefur einnig rannsakað hvernig tengingar við einstök lönd hafa áhrif á kauphegðun og fjallar nýleg skýrsla þeirra „Made in…“ um vaxandi mikilvægi uppruna afurða fyrir neytendur.

Hólmfríður Harðardóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu FutureBrand í New York, og Sven Seger, yfirhönnuður, munu kynna nýjustu „Country Brand“ skýrslu fyrirtækisins sem kemur út í nóvember og nýlega „Made in…“ skýrslu, á fundi sem Íslandsstofa heldur mánudaginn 24. nóvember nk.

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á heimasíðu Íslandsstofu eða í síma 511 4000.

Skráning og nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara hér
Fara á síðu Ferðamálastofu hér