Haustfundur Landsvirkjunar 2014

Landsvirkjun_HordurHaustfundur Landsvirkjunar verður haldinn á morgun þriðjudaginn kl.14 í Hörpu.  Yfirskrift fundarins að þessu sinni er “Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku”.

Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Fyrirtækið starfar í alþjóðlegu umhverfi og vill vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum verður fjallað um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.

Skrá þarf sig á fundinn hér á heimasíðu Landsvirkjunar en það er einnig dagskrá fundarins.  Hægt verður einnig að horfa á fundinn í beinni hér

Fara á heimasíðu Landsvirkjunar hér
Fara á beina útsendingu kl.14 þriðjudaginn 25.nóvember hér