NASA birtir samanburðarmyndir af gosinu í Holuhrauni

Holuhraun 3.jan2015NASA EARTH OBSERVATORY birtir samanburðarmyndir af Holuhrauni á vef sínum.  Myndin hér til hliðar er  tekin 3.janúar s.l. en myndin hér neðar er tekin 6.september 2014.  Á þeim sést vel hve hraunbreiðan hefur stækkað.  Nú er áætlað að hraunið nái yfir um 84 fermílómetra svæði sem er stærra en Manhattan.  Holuhraun sem margir vísindamenn kalla Nornahraun er stærsta basalt hraun sem hefur runnið á Íslandi síðan í Lakagígagosinu 1783-84.  Hvíti liturinn á myndunum er brennisteinsoxíð SO2 en hraunið sjálft er svart.  Nýrunnið hraun er appelsínugult.  Sjá má hrauná austan megin og gufu rísa upp þar sem heitt hraunið mætir Jökulsá á Fjöllum.

Íslenskir vísindamenn áætla að þykkt hraunsins fyrir miðju sé um 12 metrar en vestan megin um 14 metrar.

Margir eru á þeirri skoðun að hægfara sé að draga úr gosinu í Holuhrauni en gosið hefur nú staðið í rúmlega þrjá mánuði.  Enn er þó mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur.  Samkvæmt Almannavörnum eru þrír möguleikar taldir líklegastir um framvinduna:

Holuhraun 6.sept2014–  Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.

–  Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos.

–  Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.

Ekki er talið að hægt´sé að útiloka aðrar sviðsmyndir

 

Fara á vef NASA hér