Mestu þurrkar á þéttbýlustu svæðum Brazilíu í 80 ár

þurrkar i BrazilUmhverfisráðherra Brazilíu Izabella Teixeira segir að þrjú þéttbýlustu ríki landsins séu nú að upplifa verstu þurrka síðan 1930.  Ríkin Sao Paulo, Rio de Janeiro og Minas Gerais þurfa að fara varlega með vatn nú eftir neyðarfund í höfuðborg Brazilíu.  Teixeira segir ástandið viðkvæmt og valda verulegum áhyggjum.  Atvinnuvegir eins og iðnaður og landbúnaður munu finna fyrir vatnskortinum og hann mun valda skaða á efnahag landsins og orkubúskap.

Lélegt skipulag

Fréttaritari BBC Julia Carneiro í Rio de Janeiro segir að nú ætti Brazilía að vera í miðju regntímabili en rigning hefur verið lítil í suðaustur hluta landsins og þurrkarnir því ekkert að skána.  Þetta neyðarástand kemur á sama tíma og mikil eftirspurn er eftir orku.  Aldrei áður hefur ástandið verið svona slæmt síðan mælingar hófust fyrir 84 árum síðan segir Teixeira umhverfisráðherra, en hún ræddi ástandið á fundi í forsetahöllinni.

Þurrkarnir hófust í Sao Paulo þar sem hundruð þúsunda íbúa hafa orðið fyrir áhrifum vegna vatnsskorts.  Sao Paulo varð líka fyrir alvarlegum þurrki á síðasta ári.  Búið er að bregðast við með ýmsum hætti svo sem að hækka gjald fyrir mikla notkun og bjóða afslátt til þeirra sem minnka vatnsnotkun.   Gagnrýnendur benda á lélegt skipulag og stjórnmálaástand sem geri málið enn verra.  Aðrir segja borgaryfirvöld hafa mistekist í því að bregðast nógu skjótt við vegna þess að ríkisstjórinn Alckmin vildi ekki hræða fólk þar sem hann sóttist eftir endurkjöri í október 2014.

Í Rio de Janeiro er aðal vatnsbólið tómt í fyrsta skipti síðan það var byggt.  Í umhverfisráðuneytinu telja menn þó að nægt vatn sé á öðrum stöðum og dugi í alla vega 6 mánuði.  Ástandið í Rio de Janeiro er þó mjög slæmt.  Bæði þar og í Minas Gerais er mælst til þess að fólk og atvinnurekendur minnki vatnsnotkun um 30% í það minnsta.

Fara á BBC hér