Margnota burðapokar.

plastpokar ATVRÁ vef Nýsköpunarvef Háskóla Íslands er fjallað um verkefni ÁTVR varðandi plastpoka.  Samfélagsábyrgð skiptir Vínbúðirnar miklu máli og er ársskýrsla ÁTVR unnin í samræmi við GRI eða Global Reporting Initiative. GRI byggir á sjálfbærnivísum sem þróaðir eru með það að markmiði að fyrirtæki skrái niður með kerfisbundnum hætti það sem þau gera í þágu samfélagsins.

Í stefnu fyrirtækisins kemur fram að við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum leiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar og er átakið um margnota burðarpoka í þeim anda.

Áætlað er að um 50 milljónir plastpoka falli til á ári hverju hér á landi. Það eru um 1.120 tonn af plasti. Langstærstur hluti þessara plastpoka fer í urðun með öðrum heimilisúrgangi en á urðunarstöðunum tekur niðurbrot pokanna nokkrar aldir, jafnvel þúsund ár.

Þessi mikla notkun plastpoka veldur miklum umhverfisáhrifum því talsvert magn af plasti er hvorki endurunnið né fargað heldur berst til sjávar með regni, frárennsli og ám eða fýkur til hafs. Plastefni brotna þar niður í smærri einingar á mjög löngum tíma, en eyðast jafnvel aldrei að fullu. Plast safnast því upp í umhverfinu.

Plastið hefur mikil áhrif á allt lífríki því árlega drepst mikill fjöldi sjófugla og sjávarspendýra eftir að hafa étið plast, auk þess sem dýr geta flækst í plastinu og jafnvel kafnað. Þá geta ýmis mengandi efni loðað við plastagnirnar, s.s. þrávirk lífræn efni.

Stofnun:

ÁTVR – Vínbúðirnar

Stöðugildi:

270

Heyrir undir:

Fjármálaráðneytið

Tengiliður vegna verkefnis:

Sigrún Ósk Sigurðardóttir

Tölvupóstur:

sigrunosk@vinbudin.is

Af hverju var farið í þessa framkvæmd?
Í umhverfisstefnu ÁTVR er markmiðið að draga úr notkun á einnota vörum eins og plastpokum. Vínbúðirnar  seldu 1.873 þúsund plastpoka á síðasta ári, eða tæplega 6 poka á hvern landsmann sem er um 4% af heildarsölu plastpoka  og geta Vínbúðirnar því haft veruleg og jákvæð áhrif á þróunina. Til að auðvelda viðskiptavinum Vínbúðanna við að draga úr notkun plastpoka og í framtíðinni að hætta notkun þeirra er þeim boðið margnota pokar á hagstæðu verði.

Framkvæmd
Til að undirbúa sjálfbæra og vistvæna framtíð hafa Vínbúðirnar staðið fyrir eftirfrandi vöruþróun:

2009: Bréfpokar voru boðnir viðskiptavinum.
2010: Svartur margnota taupoki hannaður með hliðsjón að þörfum viðskiptavina.
2011: Grár margnota taupoki með hólfum sem var sérhannaður til að halda um flöskur og dósir.
2012: Léttari plastpokar með vinsamlegum boðskap  til viðskiptavina um að margnota sé framtíðin. Í Vínbúðunum eru veggspjöld með sama boskap.
2012: Margnota  taupokar úr umhverfisvænu efni sem hægt er að pakka saman og er sterkur og nýtur mikillar vinsældar.

Einnig hafa viðskiptavinum verið boðnir kassar undir vörur og litlir bréfpokar. Margnota pokar hafa verið seldir á kostnaðarverði en plastpokar á kr. 20 og maíspokar á kr. 30.

Vínbúðirnar tóku  þátt í plastpokalausum laugardegi árið 2013. Fyrsta laugardaginn minnkaði sala plastpoka um 3%.

Á þessu ári, í september studdu Vínbúðirnar vel við átakið burðarplastpokalaus Stykkishólmur. Það tókst frábærlega og seldust aðeins 3 plastpokar á 5 vikum. Í nóvember komu maíspokar í Vínbúðir og ekki hefur selst plastpoki í Stykkishólmi síðan.  Árlega seldust tæplega 6.000 plastpokar í Stykkishólmi, nú eru aðeins margnota pokar og maíspokar notaðir. Plastið heyrir sögunni til.

Í kjölfarið tók ungt fólk á Selfossi sig til og innleiddi átakið plastpokalaust Suðurland. Vínbúðirnar tóku þátt í því á Selfossi og Hveragerði.

Tafla ATVR plastverkefni

 

 

 

 

Taflan sýnir þróun fyrstu níu mánuði þriggja síðustu ára.


Niðurstaða

Viðskiptavinir hafa tekið margnota pokunum fagnandi og hefur sala á þeim aukist um 28% á fyrstu 9 mánuðum þessa árs.

Hins vegar kjósa enn 40% viðskiptavina að kaupa plastpoka þegar þeir versla, sem þýðir um 1,3 milljón plastpokar.  Hlutfall plastpoka hefur farið niður um 2% á milli ára sem er jákvæð þróun.  Þetta er hæg þróun og tæki tvo áratugi að útrýma plastburðrpokum með sama áframhaldi.

Mikil aukning hefur verið á sölu á margnota pokum eftir átakið í Stykkishólmi. Um 80% aukning á margnota pokum og þar sem plast- og maíspokar eru hafa maíspokar selst betur þó dýrari séu.

Þrátt fyrir að hafa boðið vistvænar lausnir þá hefur gengið hægt að breyta hegðun viðskiptavina þegar fyrirtækið stendur eitt í baráttunni. En eftir átakið í Stykkishólmi hófst þá hefur orðið hugarfarsbreyting um allt land og fleiri fyrirtæki stigið á vagninn sem og sveitarfélög. Nú vantar aðeins herslumuninn. Fá stærstu sveitarfélögin með og stjórnvöld. Þá er plastpokinn sigraður.

Lærdómur
Breyta þarf hugsun. Það er hægt eins og dæmin á Stykkishólmi og Suðurlandi sýna. Við sjáum að 94% áldósa skila sér til baka. Það er hægt að kenna þjóðinni að endurvinna og vera umhvefisvæn.   Langtímamarkmiðið er plastpokalaust Ísland.

Með góðu átaki samfélagsins þá er hægt að ná árangri og virkja neytendur. Stjórnvöld þurfa að styðja átakið og koma með leiðbeiningar og hvatningu. Sveitarfélög eru misjafnlega langt komin en þroskað grænt samfélag á Stykkishólmi og Suðurland vinnur að stefnumörkun. Í nokkrum löndum, t.d. Ítalíu eru plastpokar bannaðir. Einnig í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.

Það er mikil vakning í þjóðfélaginu og Vínbúðirnar eru leiðandi í að draga úr plastpokanotkun og getur umhverfisráðherra nýtt sér þessa leið til að minnka skaðsemina.  Minnka sóun og bera virðingu fyrir verðmætum.

Vistvæn innkaup  spara orku, gjaldeyri, minnkar  ásókn í auðlindir jarðarinnar og stuðlar að sjálfbærni.

Hvernig upplifði starfsfólkið nýsköpunina?
Verslunarstjórar í Vínbúðum víða um land en þær eru 48 alls hafa mikinn áhuga og eru hver á fætur annari að innleiða maíspoka til að styðja við byltinguna. En langtímamarkmiðið er að margnota pokar verði notaðir.  Markaðsefni hefur verið komið í Vínbúðirnar til að hjálpa við innleiðinguna.  Verslunarstjórar hafa sumir haft áhrifa á umhverfisshópa í sínum sveitarfélögunum og verði einn drifkrafturinn í  margnota burðarpokum.

Í könnun sem gerð var í byrjun mánaðar kom fram að 70% starfsfólks ÁTRV notar margnota burðarpoka. Það hlutfall er vel yfir landsmeðaltali og á bara eftir að hækka.

Fara á Nýsköpunarvef Háskóla Íslands hér