Nýtt eftirlitskerfi sem fylgist með ólöglegum veiðum

project augu á sjóTæknifræðingar kynna nú nýtt kerfi sem vonast er til að hjálpi við að fylgjast með ólöglegum veiðum.  Kerfið lætur vita um leið og eitthvað óeðlilegt á sér stað.  Verkefnið er sameiginlegt með Pew Charitable Trust og UK Satellite Applications Catapult.   Talið er að einn af hverjum fimm fiskum sé landað utan alþjóðlegs regluverks.  Verðmæti slíkra viðskipta hleypur á yfir 20 billjón evra á ári samkvæmt mati.  Mikið af þessu er vegna þess að sjóræningjar telja að þeir sjáist ekki við iðju sína einir úti á ballarhafi.  Hið nýja kerfi sem kallast Project Eyes on the Seas mun starfa frá Catapult´s Harwell í Oxford í Bretlandi.  Eftirlitskerfið sér ekki einungis skip á sjó heldur getur það einnig skoðað ferðir þeirra.  Með því að skoða aðstæður í hafi og mögleg svæði þar sem fiskur er þá getur það sagt til um hvað er að gerast.  Það nær sérstaklega til athafna sem tengjast fiskveiðum segir Pew´s Tony Long.  Til dæmis lætur kerfið vita ef bátar koma saman og mögulega skiptast á afla eða skip sigla undir 5 hnútum sem gefur til kynna að verið sé að kasta búnaði í sjó til veiða.  Kerfið lætur einnig vita þegar skip sigla yfir á svæði sem má ekki veiða á.

Þetta er ekki fyrsta kerfið af þessum toga segir Pew en þetta kerfi hins vegar sendir gögn um gervihnött og stærri bátar geta ekki falið sig fyrir því.  Vonast er til þess að þetta hjálpi við að ná utan um ólöglegar veiðar og trufli þær.  Kerfið mun fyrst verða notað í Chile og Lýðveldinu Palau til þess að verja hagsmuni þessara ríkja þegar kemur að fiskveiðum.  Palau er setja upp griðarsvæði og þar sem hafsvæði þeirra eru á stærð við Frakkland verður erfitt að fylgjast með bátum sem koma ólöglega frá Asíu.  Koebel Sakuma aðstoðarmaður forsetans sagði BBC að mikil aukning hafi orðið þegar kemur að ólöglegum veiðum undanfarin tvö ár.   Hann segir þetta mjög erfitt fyrir svona lítið land eins og þeirra með takmörkuð úrræði og hafa yfir að ráða svo stórum svæðum.  Þessi tækni mun gera okkur kleift að gæta betur hagsmuna okkar og á skilvirkari hátt.   Þetta verður einnig gott fyrir þróaðri ríki að nota segir hann.

Tony Long segir að jafnvel stórar matvöruverslanir muni sjá not fyrir þessa tækni.  Framleiðendur fiskafurða geta látið þetta fylgjast með framboðskeðjunni og farið að átta sig á nákvæmlega hvaðan fiskurinn sem þeir kaupa er veiddur og með hvaða skipum.  Það er það sem neytendur vilja þ.e. vita nákvæmlega hvaða varan kemur.   Þetta ýtir síðan undir að viðskipti og veiðar útgerða séu gagnsærri en í dag.  Nú þegar er German Metro Group sem stundar viðskipti með fisk fyrir yfir 1.2 billjón evrur á ári að skoða það að koma fyrir skanna í verslunum þar sem hægt verður að sjá hvaðan fiskur er og hvar hann er veiddur, jafnvel einnig flutningsaðilann.

Þrátt fyrir að þetta nýja kerfi sé hannað til þess að fylgjast með fiskveiðum segja sérfræðingar að auðvelt sé að aðlaga það öðru eins og t.d. eiturlyfjasmygli.

Fara á BBC hér