Mengun breytir skýjafari, loftslagi og niðurstreymi (myndband)

 Auknir öfgastormar í Bandaríkjunum stafa mögulega af mengun frá Asíu.  Vísindamenn frá NASA hafa fundið út að agnir berast um jarðkringluna og virðast hafa áhrif á veðurkerfi sem stýra að miklu leiti stormum.  Í Asíu eru 20 menguðustu borgir heims og þessi mengun eða skítuga loft staldrar ekki við yfir Asíu eins og meðfylgjandi myndband sýnir.  Talið er að áhrifin frá þessu séu ekki aðeins staðbundin heldur nái yfir hnöttinn í heild.  Alþjóðasamfélagið verður því að hafa í huga þegar samið er um útblástur og markmið, að við erum öll á sömu plánetu þó við búum sínhvoru megin á henni.

Íbúar í Beijing og Delhi eru ekki þeir einu sem finna fyrir mengun frá Asíu.  Loft berst frá Kyrrahafi og bætir í mengun sem þegar er fyrir á vesturströnd Bandaríkjanna.  En mengun er ekki bara mengun.  Vísindamenn NASA eru nú að skoða hvernig mengun frá Asíu breytir veðri og loftslagi um allan heim.  Vísindamenn kalla agnir sem berast með andrúmslofti ýmist manngerðar eða náttúrulegar.  Í sinni einföldustu mynd má segja að slíkar agnir magni skýjafar.  Ský myndast vegna loftborinnar vatnsgufu sem kemst í samband við agnir.  Eftir því sem ögnunum fjölgar verða skýin þykkari.  Í heimi sem fer hlýnandi má segja að slíkt sé gott.  Sólarljósið endurkastast af skýjunum og aftur út í geim án þess að ná til yfirborðs jarðar og þar með virka skýin eins og breiða sem ver okkur gegn sólargeislunum og kælir í senn.   En svo einfalt er þetta ekki.

Ef engin vatnsgufa er í loftinu þ.e. loftið er þurrt, þá geta agnirnar ekki myndað ský.  Mismunandi agnir virðast hafa mismunandi áhrif og jafnvel sömu agnirnar hafa mismunandi áhrif eftir því hve mikið af þeim er í loftinu og hve hátt þær liggja.  Eftir því hve hátt sótagnirnar liggja geta þær t.d. myndað djúp og há ský og þannig myndað fellibyli og skýstróka.  Agnir sem þessar eru í raun stærsti óvissuþáttur framtíðar þegar kemur að því að spá fyrir um loftslagsbreytingar.

Á undanförnum 30 árum hafa ský yfir Kyrrahafinu orðið dýpri og stormar á norðvestur Kyrrahafi orðið um 10% sterkari.  Þetta gerist á sama tíma og efnahagsbólan í Asíu.  Jonathan Jiang og Yuan Wang gerðu fjölda rannsókna til þess að reyna að sjá hvort einhver tengsl væru þarna á milli.  Niðurstaða þeirra var sú að mengun frá Kína hefði áhrif á skýjamyndun á norður Kyrrahafi og hefði þannig áhrif á fellibyli.  Þessir miklu stormar lenda nánast vikulega á Bandaríkjunum á veturnar og vorin og framleiða mikla snjókomu og kulda.   Wang vill meina að kuldakastið í austur Bandaríkjunum árið 2013 tengist þessu.   Jiang og Wang rannsaka nú í nýrri rannsókn hvaða áhrif aukin mengun frá Asíu hefur á veðurfar annarsstaðar en í norður Ameríku.

Hve miklar þessar loftslagsbreytingar verða á næstu áratugum er opin spurning en sem komið er.  Hve mikið er hægt að snúa til baka ef mengun í Asíu minnkar er einnig óljóst.  Félagarnir benda á að þessi rannsókn þeirra ætti að virka sem rautt viðvörunarljós þegar kemur að ögnum vegna mengunar og hvernig samspilið við kerfi jarðarinnar virðast vera þegar kemur að hækkun hitastigs.  Ef þetta heldur áfram sem horfir þá verða fleiri stormar yfir vetrartímann í heiminum og líklega mun veðurfar breytast á þann hátt sem við getum ekki spáð fyrir um.

Fara á vefsíðu NASA hér