Smog Journey. Stuttmynd um loftmengun í Kína

Kínverski kvikmyndastjórnandinn Jia Zhangke hefur löngum framleitt myndir sem bera í sér samfélagslegan boðskap en hann hefur undanfarið verið undir smásjá kínverskra stjórnvalda vegna verka sinna.   Hann var tilnefndur til verðlauna Palme d´Or árið 2013 í Canne og vann til Golden Lion verðlaunanna í Feneyjum árið 2006 vegna fyrr verka sinna.

Í nýlegri mynd sinni tekur hann á loftgæðum og þeim aðstæðum sem eru að skapast vegna þeirra.  Hann fjallar sérstaklega um Beijing og aðrar borgir þar sem loftmengun er tuttugufalt yfir mörkum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar WHO.  Myndin sýnir fólk í daglegu lífi sínu.  Hún sýnir gríðarlega  loftmengun sem umlykur allt og íbúar þurfa að nota grímur til daglegra athafna.

Sjón er sögu ríkari.