Erindi Bill Adams í HÍ. Nýsköpun í náttúruvernd á stafrænni öld

Askja natturufraedihus HIErindi Bill Adams um nýsköpun í náttúruvernd á starfrænni öld verður haldið í Öskju 132 í Háskóla Íslands þann 5. febrúar n.k. kl. 16:00.  Allir áhugasamir eru velkomnir.

Fyrirlesturinn fjallar um eins og titillinn ber með sér nýsköpun í náttúruvernd.  Með tilkomu stafrænnar tækni opnast fjölmargir nýir möguleikar á sviði náttúruverndar. Tæknin breytir því hvernig gagna er aflað, einfaldar stjórnsýslu og auðveldar samskipti við almenna borgara. En gæti stafræn tækni breytt sjálfu inntaki náttúruverndar – því hvernig við hugsum um náttúruna og höfum samskipti við hana, eða haft áhrif á náttúruverndarpólitík? Hvaða þýðingu gæti hin áhrifamikla sýndarveruleikatækni haft á náttúruverndarmál, eða tilkoma nýrra kerfa fyrir öflun, geymslu, greiningu og framsetningu gagna? Og ef í ljós kemur að náttúruvernd tekur breytingum með stafrænni tækni, breytir það á einhverju?

Fyrirlesarinn Bill Adams eða W.M. Adams er prófessor og forseti landfræðideildar Cambridgeháskóla í Bretlandi. Hann hefur lengi rannsakað náttúruverndarmál og sjálfbæra þróun, bæði í Afríku og Evrópu. Rannsóknir hans fjalla einkum um samþættingu samfélagsþróunar og náttúruverndar og árekstra þar á milli. Rannsóknir hans um þessar mundir snúast m.a. um stjórnmál og náttúruvernd, og um hlutverk myndlíkinga á borð við „þjónustu vistkerfa“ í stefnumótun um verndun náttúrunnar. Adams hefur skrifað fjölmargar bækur og greinar um þessi efni. Meðal bóka hans eru Future Nature (2003), Against Extinction (2004), Green Development (2009) og Trade-offs in Conservation (2010). Hann heldur einnig úti bloggsíðu um hugðarefni sín: http://thinkinglikeahuman.com/

Verið velkomin í Öskju næstkomandi fimmtudag kl.16