Sjaldgæf evrópsk önd fjölgar sér tvöfalt hraðar á verndarsvæðum

HvitöndFjöldi hvítanda, sem er sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi og aðeins finnast um 200 fuglar í Bretlandi ná að fjölga sér tvisvar sinnum hraðar á sérstökum verndarsvæðum.   Þessi sjaldgæfa evrópska önd á undir högg að sækja vegna þess að kjörlendi hennar er að breytast vegna loftslagsbreytinga.   Meira þarf hins vegar að koma til ef takast á að varðveita hvítöndina sem dvelur á Bretlandi yfir vetrartímann segja sérfræðingar.  Hvítöndin þekkist sérstaklega á svarta og hvíta mynstrinu.  Öndin hefur verið að dreyfa úr sér norður um Evrópu eftir því sem hitastig hækkar.  Votlendisrannsókn sýnir fram á að um þriðjungur Hvítanda eyðir vetrinum í norðaustur Evrópu á móti aðeins 6% fyrir tveimur áratugum síðan.   Öndin á þessu svæði hefur síðan fjölgað sér tvöfalt hraðar á sérstökum verndarsvæðum sem falla undir reglugerð Evrópusambandsins um fugla.

Richard Hearn yfirmaður vöktunar tegunda hjá Wildfowl & Wetland Trust (WWT) segir að þessi verndarsvæði séu greinilega að nýtast hvítöndinni við að aðlaga sig að breyttum skilyrðum vegna loftslagsbreytinga.  Þar sem er engan vegin nægur fjöldi af þessari tegund þá mun það leiða til styrkingar stofnsins þegar hann breiðir úr sér norðar.

Flest sérstök verndarsvæði voru sett á laggirnar fyrir um 20 árum síðan og hugmynd þeirra byggð á þeim gögnum sem þá voru til.  Margt hefur breyst síðan í náttúrunni.

Fara á The Guardian hér