Niðurgreiðsla jarðefnaeldsneytis og loftslagsbreytingar. Ný skýrsla sýnir mikla möguleika á að draga úr losun

Útblástur loftmengunNý skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni og Alþjóðastofnuninni um sjálfbæra þróun (IISD) bendir til möguleika á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 13%.

Árlega verja ríkisstjórnir heimsins 543 milljörðum bandaríkjadala í að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti. Með því að afnema slíkar niðurgreiðslur má hugsanlega draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um 6–13% fyrir 2050, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar og IISD um niðurgreiðslu jarðefnaeldsneytis.

Margar ríkisstjórnir eru þegar farnar að afnema niðurgreiðslur í ljósi lágs olíuverðs og möguleika á lækkun útgjalda sem næmi 5–30% fyrir hverja ríkisstjórn. Skýrslan sýnir hvernig hægt er að áætla skerðingu á losun þjóða með tilliti til framlags þeirra til uppfyllingar rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar (UNFCCC), samkvæmt samþættuðu efnahagslíkani samstarfsverkefnisins um niðurgreiðslur jarðefnaeldsneytis (GSI-IF model).

Höfundar skýrslunnar, sem er liður í alþjóðlegu samstarfsverkefni um niðurgreiðslur jarðefnaeldsneytis (Global Subsidies Initiative) eru Laura Merrill, Melissa Harris, Liesbeth Casier og Andrea M. Bassi frá Alþjóðastofnuninni um sjálfbæra þróun. Skýrslan var kynnt í tengslum við loftslagsviðræðurnar í Genf þann 10. febrúar.

Hægt er að hlaða niður skýrslunni á þessum link hér