Jörðin er veikur sjúklingur vegna loftslagsbreytinga segir Charles bretaprins

Charles bretaprinsCharles prins af Wales segir að vegna þess að mistök hafi orðið í því að bregðast við hækkun hitastigs í heiminum sé búið að gefa út dánarvottorð jarðarinnar en hann hélt ræðu á ráðstefnu um heilsu og loftslagsbreytingar hjá Royal Society.

Prinsinn bar jörðina saman við veikan sjúkling og varaði við því að brátt kæmi að því að dánarvottorðið yrði gefið út vegna loftslagsbreytinga.  Við getum aðeins beðið þess að sjúklingurinn okkar, jörðin, komist á braut bata þegar litið er til velferðar mannkyns.   Mistök sem gerð hafa verið geta þó leitt til þess að stríðið sé tapað.  Mín helsta von er að fólk finni hjá sér sjálfu að taka þátt í að breytingar eigi sér stað en það er það sem við sárlega þurfum sagði hann.  Prinsinn ræddi við heilsusérfræðinga, heilbrigðisráðherra og opinbera aðila um að setja heilsu í fyrsta sæti í umræðunni um loftslagsbreytingar.   Hann sagði að loftslagsbreytingar væru flókin áskorun og hvatti heilsugeirann til þess að draga betur fram áhrifin á heilsu.   Staðreyndin er sú að loftslagsbreytingar eru nú viðurkenndar af stærstu vísindasamfélögum heims.   Mikil hætta stafar af því fyrir okkur sjálf, börnin okkar og barnabörn þegar varnaðarorð eru úttöluð sem samsæri einhverra umhverfissinna til þess að grafa undan kapítalismanum.   Þetta á við um Sameinuðu þjóðirnar (UN), Alþjóðabankann (World Bank), Pentagon og breska varnarmálaráðuneytið, CIA, NSA og sem betur fer hjúkrunarfólk og lækna líka.  Skilaboðin frá öllum þessum aðilum eru ekki aðeins viðvörun heldur líka von sagði prinsinn.

Aðgerðir sem eru góðar fyrir jörðina eru líka góðar fyrir heilsu mannkyns.  Það þarf að taka á samgöngum með því að ganga og hjóla meira og taka upp heilsusamlegt matarræði og lágmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda, en einnig fækka offitu, hjartasjúkdómum, krabbameinum og öðru því sem bjargað getur lífum og sparar fjármagn.  Það að draga úr loftmengun er mikilvægt atriði þegar kemur að heilsu fólks.

Heilbrigð jörð og heilbrigt fólk eru því tvær hliðar á sama peningnum sagði Charles prins.

Fara á The Guardian hér