Sjávarborð norður af New York borg hækkaði um 128 mm

Hafstraumar NOAASjávarborð norður af New York borg hækkaði um 128 mm á tveimur árum samkvæmt skýrslu í blaðinu Nature Communications.  Strandsvæði munu þurfa að undirbúa sig undir öfgaatburði við sjávarsíðuna segir bandarískur sérfræðingur.

Loftslagslíkön benda til þess að hækkun sjávarborðs verði öfgakenndari á þessari öld.   Mikil hækkun sjávarborðs sem átti sér stað á árunum 2009-2010 þegar sjávarborð hækkaði um 128 mm við strönd Norður Ameríku var án fordæma segir prófessor Jianjun Yin hjá Háskólanum í Arizona.   Tölur benda til að þetta sé að gerast í fyrsta sinn á síðustu 850 árum.

Vísindamenn við Háskólann í Arizona og National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) í New Jersey rannsökuðu gögn um sjávarborð við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada.  Þeir skiptu strandlínunni í þrjú svæði þ.e. norður af New York borg, frá New York borg að Cape Hatteras við strönd Norður Carolina og suður af Cape Hatteras.  Til lengri tíma litið þurfa samfélög við strendur að undirbúa sig undir stóra og öfgakennda atburði vegna hækkunar sjávarborðs.   Þegar stormar geysa á strandsvæðum getur öfgakennd hækkun sjávarborðs leitt til slæmra storma segir prófessor Jianjun Yin og því þurfa þessi samfélög að undirbúa sig fyrir framtíðina.

Í umsögn um rannsóknina segir prófessor Rowan Sutton, loftslagsvísindamaður hjá National Centre for Atmospheric Science hjá Háskólanum í Reading að loftslagslíkön bendi til aukningar á svona atburðum.  Þessi rannsókn bendir á að nú hafi ákveðið met verið slegið þegar litið er til hækkunar sjávarborðs á árunum 2009-2010.  Sterkar vísbendingar eru um að slíkum atburðum fjölgi vegna loftslagsbreytinga og þess vegna þarf að gera ráð fyrir slíku í framtíðinni.  Þetta dæmi sýnir hvernig einstakir öfga atburðir verða vegna margra þátta, í þessu tilfelli hækkunar sjávarborðs á heimsvísu, svæðisbundinna breytinga á sjávarstreymi og vindakerfi.

Dr. Dan Hodson sem einnig er við Háskólann í Reading segir að rannsóknin undirstriki mikilvægi þess að skilja tengslin á milli breytinga sjávarborðs og hafstrauma.  Sjávarborð breytist vegna mjög flókinna atburða, sérstaklega þegar litið er til ákveðinnia svæða þar sem breytingar á heimshöfunum hafa meiri áhrif segir hann.   Austurströnd Norður Ameríku er mjög nálægt áhrifamiklu svæði þar sem eru hraðir hafstraumar og því er svæðið allt mjög viðkvæmt fyrir breytingum á hafstraumum og hringrás hafsins.  Hann segir að Atlantic Meridional Overturning Circulation (AMOC) sé stór straumur í Atlandshafi og hafi áhrif fyrir Evrópu og Afríku sem og Bandaríkin.  Rannsóknir hjá Háskólanum í Reading hafa sýnt fram á þetta geti haft þau áhrif að sumur í Bretlandi verði vætusamari og mögulega hafi einnig áhrif á hluta Afríku.

Fara á BBC hér