Rannsóknarhópur kannar aðstæður á eldsumbrotasvæðinu í Holuhrauni

Holuhraun_Ármann HöskuldssonÁ vef Veðurstofu Íslands er fjallað um skýrslu rannóknarhóps eldfjallafræði og náttúruvár Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.  Þann 4. mars s.l. fóru þau Ármann Höskuldsson, Kristinn Magnússon, Evgenia Ilyinskaya, Joan Marti Molist og António Brum da Silveira í vetvangsferð á eldsumrotasvæðið í Holuhrauni.   Undanfarið hefur veður verið með þeim hætti að ekki hefur verið hægt að vinna úti á svæðinu.  Skoðuðu þau aðstæður á gígsvæðinu og gíginn Baug og framkvæmdu hita og gas mælingar.  Samkvæmt því sem kemur fram þá ber gígurinn þau merki með sér að ekkert kvikustreymi er lengur til yfirborðs en merki síðustu hrauntjarnar eru greinileg.  Runnið hefur undan henni þannig að skorpan lilggur mikið brotin þvers og kruss í gígbotninum.  Gasstreymi er víða að sjá í jöðrum gísins en aðallega er þar um að ræða kvikugös, en á nokkrum stöðum hafa þau blandast vatnsgufu.  Kvikugösin eru bláleit en vatnsblandan hvít.

Hitamælingar sýna að hiti í sprungum í botni gígsins fer upp í 550 til 600 °C sem gefur ástæðu til að ætla að fljótandi kviku sé að finna á um 3 til 5 metra dýpi undir gígyfirborði.  Yfirborð á gasbreiðum sem einkennast af kvikugasa virkni er um 250 til 300 °C heitt á meðan yfirborð sem gufuaugu rísa af er um 100 til 130 °C.  Hraunið er á tíðum í lögni sem blátt yfir að líta vegna SO2 gasa sem enn eru að losna úr hraunbreiðunni.  Þegar hvessir ber minna á gasmengun á svæðinu.

Myndin sem fylgir er tekin af Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi fyrir miðju Baugs. Séð er norður eftir gígnum. Hrauntjörnin hefur fallið saman og myndar svartan grófan botn í gígunum. Aðeins ber á blámóðu-augum í botni gígsins. Hægri gígbarmur opnast út í hraunið, rásin er um 50 m breið og 40 metra djúp

Hægt er að sjá myndir teknar af leiðangursmönnum hér