Áhrif vegna flóða í heiminum þrefaldast til ársins 2030

Flooded in ukSá fjöldi fólks sem verður fyrir áhrifum vegna flóða í ám um allan heim gæti þrefaldast á næstu 15 árum samkvæmt nýrri rannsókn.  Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun eru þeir þættir sem valda þessari aukningu, samkvæmt World Resources Institute (WRI).   Í Bretlandi gætu um 76.000 manns verið í hættu á því að verða fyrir áhrifum flóða ef varnir eru ekki styrktar.  Árlegur kostnaður vegna eyðileggingar á svæðum gætu orðið yfir eina billjón punda.  WRI segir að þetta sé fyrsta almenna rannsóknin unnin úr samanteknum gögnum í heiminum yfir núverandi og framtíðar hættu vegna flóða í ám.  Þetta sýnir að um 20 milljónir manna eru í hættu þegar kemur að því að verða fyrir áhrifum flóða og kostnaður nálægt 65 billjónir punda miðað við landsframleiðslu (GDP).

Samvæmt þessu nýja mati þá munu um 50 milljónir manna, eftir aðeins 15 ár verða fyrir áhrifum flóða og kostnaður hækka í um 340 billjónir punda.  Mikið af þessu tengist loftslagsbreytingum og félagshagfræðilegrar þróunar.

Í kringum árið 2030 ef ekkert fé verður sett í flóðavarnir, gæti Bretland þurft að eyða um 2 milljónum punda í þennan málaflokk á ári.  Alþjóðabankinn (The World Bank) segir að þessir útreikningar hjálpi til við að upplýsa ríkisstjórnir um þörfina á því að standa við og setja fram varnaráætlun.  Samkvæmt Rauða krossinum þá eru um helmingur náttúruhamfara sem þeir komu að á síðasta ári tengt flóðum.

Fara á BBC hér