Er hafið nýtt tímabil í orkuvinnslu?

Er hafið nýtt tímabil í orkuvinnslu?  Mögulega er komið fram ný aðferð við að afla mun meiri orku á jarðhitasvæðum, með bæði minni tilkostnaði og minna jarðraski.  Kvikuholan í Kröflu er nú heitasta borhola í heimi.  Íslenska djúpborunarverkefnið er alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem hefur það að markmiði að bora dýpra niður í jörðina en áður hefur verið gert og skila þannig allt að tíu sinnum meiri orku úr hverri holu en hefðbundnar aðferðir. Djúpborun er talin geta átt sér stað á háhitasvæðum þar sem talið er að kólnandi kvikuinnskot séu til staðar nokkra kílómetra undir yfirborði jarðar.

Ákveðið var að bora djúpborunarholu á Kröflusvæðinu árið 2006 og var áætlað að holan næði 4,5 km dýpt. Borað var niður á kviku á um 2100 km dýpi og var því ekki unnt að bora dýpra. Holan reyndist því vera kvikuhola en ekki eiginleg djúpborunarhola.

Borhola þessi er afar öflug en gufan úr henni reyndist afar tærandi og slítandi sökum efnasamsetningar. Hitastig hennar er um 450° sem er það hæsta sem mælst hefur í holu í blæstri í heiminum. Ákveðið var að reyna að finna leiðir til að nýta þessa miklu orku til raforkuframleiðslu og hafa því tilraunir og rannsóknir staðið yfir frá vormánuðum árið 2010.

Fara á heimasíðu Landsvirkjunar hér