Kolefnisútblástur heimsins stóð í stað árið 2014

Orkunotkun í KínaAukning kolefnisútblásturs í heiminum stóð í stað samkvæmt tölum frá International Energy Agency (IEA).  Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem árlegur CO2 útblástur hefur náð því að vera stöðugur, líklegast í tengslum við efnahagskrísuna.  Árlegur útblástur var 32 gt árið 2014, óbreytt frá fyrra ári. Þrátt fyrir þennan árangur minnir IEA á að ekki sé tími til að slaka á.   Þetta eru góðar og óvæntar fréttir segir aðalhagfræðingur stofnunarinnar, Fatih Birol.

Mikilvægur þáttur í þessu gæti verið sá að kolanotkun Kína minnkaði árið 2014 eftir baráttu þeirra gegn mengun, hóflegri notkun orku og endurvinnslu.  Þessar fréttir koma á besta tíma þar sem nú á að keyra í gegn samning um loftslagsmál í París í desember n.k.  Í fyrsta sinn nú eru því gróðurhúsalofttegundir að gefa eftir, frá efnahagsbólunni.  Framkvæmdastjóri IEA, Maria van der Hoeven segir að á meðan gögnin lofi góðu, þá sé enginn tími til að slaka á og ekki tími til að nota þessar jákvæðu fréttir til þess að seinka aðgerðum.

Breytt mynstur
Vísindamenn tengja þessar niðurstöður nú til breytts mynsturs varðandi orkunotkunar í Kína og í OECD löndum.  Prófessor Corinne Le Quere hjá Tyndall Centre for Climate Change Research hjá háskólanum í  austur Anglía seigir að mikilægur þáttur gæti verið að kolanotkun Kína minnkaði árið 2014 vegna baráttu þeirra gegn mengun og bættri nýtingu ásamt endurvinnslu.  Átak til að minnka útblástur annarsstaðar hefur líka átt sinn þátt og síðan ýmsir þættir eins og veðurfar og verð á olíu, kolum og gasi.  Hjá IEA telja þeir ástæðuna breytt mynstur á notkun orku í Kína og í  OECD löndum, ásamt því að lönd eru að breyta yfir í endurnýjanlega orku,

Samtök í París hafa safnað gögnum um kolefnisútblástur síðustu 40 ár og á þeim sést að útblástur hefur staðið í stað eða minnkað aðeins þrisvar sinnum og tengdist í öllum tilvikum efnahagskrísum.

  • Eftir kreppuna í Bandaríkjunum snemma á 8.áratugnum
  • Eftir fall Sovétríkjanna 1992
  • Í efnahagskreppunni síðustu árið 2009

Heildarskýrsla IEA verður birt í júní n.k. áður en samningafundur Sameinuðu þjóðanna (UN) fer fram þar sem á að undirrita nýjan loftslagssamning í desember n.k. í París.  Löndin stefna nú á að ná samningi sem gildir frá árinu 2020.  Stefnan er á að draga úr hækkun hitastigs í heiminum þannig að meðaltalið hækki ekki meira en um 2°C til þess að reyna að komast hjá hættulegum loftslagsbreytingum.  Ed Davey hjá orku og loftslagsskrifstofu breta segir að tölur sýni að grænn vöxtur sé mögulegur, ekki aðeins í Bretlandi heldur um allan heim.  Við megum þó engan tíma missa, við verðum að taka okkur verulega á þegar kemur að útblæstri segir hann.  Ekki bara stöðva aukninguna.

Nýr loftslagssamningur er bráðnauðsynlegur og árið framundan er vendipunktur í þessum málum segir hann.

Fara á BBC hér