Ársfundur Veðurstofu Íslands – náttúruatburðir síðasta ár, vöktun og eftirlit

Holuhraun_Ármann Höskuldsson

Mynd: Ármann Höskuldsson – Holuhraun

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn að Bústaðavegi 7, á morgun fimmtudagsmorguninn 19. mars 2015 kl 9. Fundurinn er opinn öllum og skráning er hafin. Hægt verður einnig að horfa á fundinn beint á netinu en fundinum verður streymt á vefinn frá klukkan 9:00.

Þema fundarins í þetta sinn er náttúruatburðir síðasta árs, vöktun og eftirlit. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fimm erindi sem falla undir þetta þema:

Dagskrá

  • 08:15 Morgunverðarhlaðborð
  • 09:00 Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • 09:10 Samþætt eftirlit með náttúruvá. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands
  • 09:30 Berghlaup í Öskju. Jón Kristinn Helgason, skriðusérfræðingur
  • 09:45 Eftirlit með umbrotunum í Bárðarbungu. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár
  • 10:00 Gosmökkur – hvað er það? Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur og Gerður Stefánsdóttir, hópsstjóri umhverfisrannsókna
  • 10:15 Mælitæki við erfiðar aðstæður. Bergur H. Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælikerfa
  • 10:30 Umræður
  • 11:00 Fundarlok

Fundarstjóri verður Theodór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri Eftirlits og spásviðs.  Ársskýrsla Veðurstofunnar mun liggja frammi.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku í tölvupósti á netfangið skraning@vedur.is eða í síma 5226000.

Horfa á fundinn beint frá kl. 9 hér