Bretar gætu aukið heildar fiskveiðiafla ef stofnar fengju að jafna sig og ESB færi eftir ráðgjöf vísindamanna

UK veidiNý rannsókn sýnir að útgerðir í Bretlandi gætu hagnast af tvöföldum kvóta innan áratugar og stækkað sjávarútveginn ef aðeins Evrópusambandið setti kvóta í samhengi við ráðgjöf vísindamanna.  Breski fiskveiðiflotinn gæti landað 1.1 billjón tonna af fisk á hverju ári þ.e. afli aukist um 560 milljónir frá því nú innan áratugar ef farið væri eftir fiskveiðiráðgjöf vísindamanna, en þetta kemur fram í mati fá New Economics Foundation.  Aukinn afli mundi skila um 356 milljónum punda árlega og það aðeins í Bretlandi miðað við núverandi verð.  Þúsundir starfa mundu skapast ef fiskistofnum væri gert kleift að ná sér á strik með auknum framtíðarafla.

Stærri afli kæmi eftir stutta niðursveiflu en um og yfir 10% aflans nú yrði fórnað í bili.  Mögulega yrði þessi tala hærri hjá öðrum ríkjum Evrópusambandsins.  Þtta er afleiðing þess að ekki er horft til lengri tíma þegar samið er um kvóta hjá sambandinu.

Griffin Carpenter hjá New Economics Foundation segir að rannsóknir þeirra sýni að enduruppbygging stofna gæti orðið til þess að fleiri störf sköpuðust, meiri hagnaður og hærri laun.  Ráðherrar eru þannig að sólunda miklum tækifærum með mistökum sínu við að stjórna þessari auðlind á sjálfbæran hátt.  Kvótar til veiða eru settir þannig að notast er við sögulegar veiðar og afla út frá stærð flotans í hverju landi Evrópusambandsins.  Ráðherra hittast í desember á hverju ári og ræða kvótamálin en eru ekki bundnir af því að stjórna fiskveiðum sínum sjálfbært og passa upp á að ofveiða ekki.

Samkvæmt nýrri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins sem er í mótun verða kvótar að vera sjálfbærir og ráð vísindamanna verða sett í forgrunn og skylda ríkja að vinna sig að þessu markmiði á næstu fimm árum.  Ósætti er hins vegar með hvað skilgreinist sem hámark þegar kemur að sjálfbærni og greinir vísindamenn og útgerðarmönnum á um stærð stofna í evrópskum höfum.

Samkvæmt skýrslu Economics Foundation heimiluðu ráðherrar mun meiri umframkvóta en ráðgjöf vísindamanna sagði til um eða um 2/3 yfir stofnstærð.  Þorskur og Lýsa, sem eru helstu tegundir á breska hafssvæðinu, en Lýsu svipar til Ýsu í útliti, eiga nokkra möguleika að ná sér samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni og ef þeim er rétt stjórnað gæti stofninn stækkað og þar með afli aukist.

Fara á The Guardian hér