Paradísarmissir? Hálendishátið í Háskólabíó í dag 16.apríl kl 20:00

Haskolabio 16.april.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4×4, Framtíðarlandið, SAMÚT (Samtök útivistarfélaga) og Gætum Garðsins, með styrk frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, bjóða til hálendishátíðar í Háskólabíói.

Með stuttum ræðum í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði mun athygli verða vakin á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

FRÍTT INN! Haldið í stóra sal Háskólabíós 16.apríl kl 20:00  Hægt er að fara beint á viðburðinn hér á Facebook og sjá nánari dagskrá

Eins og fram kemur á heimasíðu Landverndar þá ríkið mikil samstaða um það að vernda skuli hálendi Íslands, en í nýgerðri könnun Capacent Gallup sem framkvæmd var fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands kom í ljós að 60% aðspurðra vilja stofna þjóðgarð á hálendi Íslands.

Samtökin vilja vekja fólk til vitundar um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendi Íslands og koma í veg fyrir fleiri virkjanir, uppbyggða vegi eða háspennulínur á hálendinu- hjarta landsins.  Á viðburðinum munu ræðumenn flytja örræður, sýnd verða örviðtöl við ýmsa þjóðþekkta einstaklinga á myndbandaformi og flutt verða skemmtiatriði.

Frítt inn og allir velkomnir! í Háskólabíó í dag 16.apríl kl 20:00

Fara á vefsíðu Landverndar hér