Bráðnun íshellu Suðurskautsins getur lagt til hækkunar sjávarborðs í heiminum

íshella suðurskautiðStærsta íshella á Suðurskautinu þynnist óðum vegna hlýnunar sjávar og lofthita sem aftur veldur mikilli hækkun sjávarborðs í framtíðinni.  Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af British Antarctic Survey (BAS).  Í rannsókninni var Larsen C íshellan skoðuð sem er um tvisvar sinnum Wales að stærð.  Skoðaðar voru gervitunglamyndir á árbilinu 1998-2012 og kom í ljós að íshellan hafði bráðnað um 4 metra þegar litið er til þykktar hennar.  Þar til nú hefur ekki verið ljóst hvort ástæðan kom neðan- eða ofanfrá en staðfest var í þessari ransókn að áhrifin koma bæði neðan og ofan frá, aðallega þó neðan frá þ.e. hlýnun sjávar.  Aðal höfundurinn Dr.Poul Holland segir að það sem sé einkar athyglisvert í þessari rannsókn sé að nú vitum við að þessir tveir þættir séu að verki við Larsen C og að íshellan þynnist og verður óstöðugri.  Kom í ljóst að mesta bráðnunin átti sér stað þar sem hlýr sjávarstraumur streymir undir hellunni og um 28 cm bráðna nú á hverju ári af þeim sökum.  Það má því segja að verið sé að éta íshelluna neðanfrá.  Á endanum brotnar síðan íshellan í þessu ferli.  Minni íshellurnar Larsen A og B bráðnuðu með miklum látum árin 1995 og 2002. Vísindamenn telja að allur sá ís sem bráðnar við þetta muni hafa þau áhrif að sjávarborð hækkar sem aftur veldur hættuástandi í strandbæjum og samfélögum sem búa við strendur út um allan heim.

Íshellur virka eins og bremsur á jökla sem renna af landi til sjávar.  Ekki er langt síðan vísindamenn vöruðu við því að slík bráðnun við Suðurskautið gæti leitt til margra metra hækkunar sjávarborðs í framtíðinni.  Prófessor David Vaughan framkvæmdastjóri hjá BAS segir að Larsen C gæti mögulega bráðnað og brotnað innan nokkurra áratuga.  Jökullinn sjálfur á bak við íshelluna heldur nægilega miklu vatni í sér til þess að leggja til nokkra sentimetra við hækkun sjávarborðs í heiminum.  Vaughan segir að þegar Larsen A og B hafi brotnað niður þá hafi jöklarnir á bak við þá lagt til mikið af þeirri sjávarborðshækkun sem á sér stað við Suðurskautslandið nú.  Larsen C íshellan er hins vegar mun stærri og ef hún fer á næstu áratugum þá sjáum við fram á nokkra hækkun fyrir árið 2100.   Dr. Hollad segir að þessi rannsókn sem birt var í Cryosphere Journal hafi fundið út að snjólög ofan á jöklinum séu einnig byrjuð að láta á sjá líklegast vegna hlýnunar loftslags á svæðinu.  Ísinn spryngur og þrýstist síðan nær því að bráðna og brotna.  Suðurskautið er sá staður jarðar sem hlýnar hvað hraðast.  Hlýnandi loftið leggur til um 3.7 cm til viðbótar í þynningarferli íshellunnar.  Vaughan segir að sú staðreynd að hlýnun sjávar valdi miklu af bráðnun jökla á þessum stað geti bent til þess að þetta ferli sé í gangi mun víðar á Suðurskautinu.  Hlýnun loftslags á svæðinu mun síðan halda áfram að valda bráðnun á svæðinu næstu áratugina.

Fara á The Guardian hér