Veðurfræðingar vara við El Nino 2015 – miklar öfgar í veðri (video)

El Nino veðurfyrirbærið getur valdið lífshættulegum skaða en einnig verið mjög kostnaðarsamt vegna mikilla öfga í veðri um allan heim.   El Nino myndast við ákveðna dreifingu á hlýjum sjó í Kyrrahafi í kringum miðbaug.  Yfirleitt blása á sama tíma sterkir vindar frá austri til vesturs og ákveðin hringrás fer af stað.  Þetta veldur því að vatn verður úfið á vestur Kyrrahafi.  Austur Kyrrahafið tekur að hlýna en hitastig sjávar tengist síðan aftur vindakerfi.  El Nino sækir þannig í sig veðrið.  Þessar breytingar sem verða í vinda- og hafstraumum í kringum miðbaug hafa síðan veruleg áhrif á veðurmynstur um allan heiminn.

Mike Halpert yfirmaður hjá NOAA Climate Prediction Centre hafði sagt að El Nino á árinu 2015 yrði að öllum líkindum of seinn og veikur til þess að hafa jákvæð áhrif á þurrkana sem hafa nú varað í þrjú ár  í Kaliforníu.  Hins vegar mundu áhrif tengd El Nino verða nú í vor á norðurhveli og birtast með meiri vætu en venjulega.  Spáin er hins vegar að breytast vegna nýrra upplýsinga frá Ástralíu.

NOAA er nú að uppfæra veðurspá sína með upplýsingum frá Ástralíu en í henni er gert ráð fyrir að áhrifin þar gætu orðið mun meiri en áður var talið og bendir flest til þess að El Nino verði sterkari en áður var reiknað með.  Ætlar David Jones framkvæmdastjóri hjá Bureau of Meteorology að í ár verði þetta veðurfyrirbæri nokkuð meira en venjulega.  Búist er jafnvel við að El Nino fari af stað nokkuð fyrr en venjulega í Ástralíu, en yfirleitt eru áhrifin frá júní til nóvember.  Ef tímabilið lengist þá má búast við því að ákveðin svæði séu viðkvæmari.

Í Ástralíu tengist El Nino yfirleitt litlum rigningum og hlýrra veðri í flestum hlutum landsins og þar af leiðandi er meiri hætta á skógareldum.  Nú þegar eru hlutar landsins í hættu.  Búist er við miklum þurrkum á Papua New Guinea, í Indonesíu og hlutum í suðaustur Asíu.  Einnig er búist við mjög miklu regni á austuhluta Kyrrahafsins og í suður Ameríku og þar með meiri hættu á flóðum og aurskriðum.  El Nino hefur þannig áhrif á uppskeru bænda og framleiðslu landbúnaðarvara um allan heim.

Fyrr á árinu voru bandarískir sérfræðingar búnir að draga úr áhrifunum á þessu ári en nýjar spár gera ráð fyrir að áhrifin muni vara yfir sumarið.   Sumir veðurfræðingar hafa varað við því að El Nino á þessu ári gæti blandast saman við áhrif af Pacific Decedal Osciallation (PDO) en PDO náði hæstu hæðum í desember á síðasta ári og janúar á þessu ári og verður því sterkur.  PDO tengist hlýum og köldum yfirborðssjó á Kyrrahafi.  Þegar þessi tvö veðurfyrirbæri fara saman getur það haft áhrif á hækkun hitastigs á heimsvísu.

Sjá video frá spá NOAA hér
Fara á Dailymail hér