Gögnum sem leikið hefur verið sýna að Bretar ætla að útþynna loftslagslöggjöf

Kolanáma UK3Gögnum sem lekið hefur verið sýna að bresk stjórnvöld ætla sér að útþynna enn frekar lög Evrópusambandsins um loftmengun.  Rökin eru þau að slík lög mundu valda fjölda lokana með tilheyrandi tapi á störfum auk þess sem þau þýddu aukinn innflutning kolainnflutning.  Reglur Evrópuambandsins gætu hjálpað við að minnka útblástur nitrogen oxíð og brennisteinsoxíð jafnvel þótt login hafi verið gagnrýnd fyrir það að vera samin að hluta af þeim fyrirtækjum sem þau eiga að gilda um.   Trúnaðargöng sem The Guardian hefur undir höndum sýna fram á að Bretland muni þurfa að flytja inn kol frá Rússlandi, Kolombíu og Suður Afríku til ess að mæta nýjum viðmiðum þar sem bresk kol innihalda svo hátt hlutfall brennisteinsoxíð.

Hæstiréttur fyrirskipar Bretlandi að gera áætlun um minnkum loftmengunar

Þetta hefur í för með sér að Bretland missir markaði sína fyrir kol og loka verður kolanámum.   Slíkar lokanir leiði aftur af sér að fólk missir störf með tilheyrandi keðjuverkun á svæðum sem nú þegar er mikið atvinnuleysi.   Hins vegar hafa rannsóknir sýnt fram á að loftmengun komi frekar niður á fátæku fólki og minnihlutahópum á þéttbýlum svæðum í formi ótímabærra dauðsfalla.  Jafnvel geti áhrifin verið meiri en tölfræðin bendir til.

Nýjar reglur um loftmengun munu verða kostnaðarsamar, valda áhættu varðandi orkuöryggi og koma í veg fyrir notkun kol með hátt hlutfall mengunarefna í í nýjum orkuverum.  Með því að vernda ágóða nokkurra kolafyrirtækja er verið að fórna hundruðum mannslífa og mikils kostnaðar samkvæmt því sem Greenpeace segir.

Búist er við því að nýjar reglur Evrópusambandsins verði samþykktar fljótlega á árinu 2016 og taki gildi árið 2020.  Í apríl gaf Hæstiréttur breskum stjórnvöldum þar til enda árs til þess að koma fram með ábyrga áætlun um minnkun loftmengunar sem nú er talið að valdi 29.000 manns ótímabærum dauða.  Búist er við því að breska ríkisstjórnin tilkynni um áætlun sína í næsta mánuði.   Bretland hefur verið í vandræðum með þessi mál síðan 2010 og mun ekki koma málum í horf fyrr en í fyrsta lagi árið 2030 miðað við núverandi gang mála.

Alan Andrews lögfræðingur Client Earth sem fór með málið gegn breskum stjórnvöldum fyrir Hæstarétt lýsir vonbrigðum með það sem fram kemur í gögnunum sem lekið var.   Hann segir að allt bendi til þess að bresk stjórnvöld ætli ekki að taka niðurstöðu Hæstaréttar af alvöru og séu ekki að reyna að minnka útblástur svo nokkru varði.   Segir hann að mögulega verði gripið til frekari málssókna ef þetta verður niðurstaðan.

Fara í frétt The Guardian hér