Ferðamynstur breytist vegna loftslagsbreytinga – Miðjarðarhafið missir til Norður Evrópu

ferðamannastadur midjardarhafidHefðbundnir sumarleyfisstaðir á Spáni og víðar við Miðjarðarhafið eiga á hættu að missa hlutdeild sína vegna þurrka og skógarelda vegna hnattrænnar hlýnunar samkvæmt nýrri evrópskri skýrslu.  Á móti gæti ferðamönnum í löndum Norður Evrópu fjölgað og lönd þar aukið tekjur sínar samkvæmt rannsókn sem Joint Research Centre (JRC) gerði.  Með breytingum vegna hlýnunar á landsvæðum í Evrópu má búast við breyttu ferðamynstri ferðamanna og dvalarlengd.

Spánn og Búlgaría munu líklegast verða fyrir hvað mestri fækkun ferðamanna vegna breytinga á loftslagi samkvæmt rannsókninni á meðan Lettland, Litháen, Slóvenía og Slóvakía munu fá fleiri ferðamenn.   Breytt lofstlag og aðstæður vegna þess hefur áhrif á mörgum svæðum.

Búast má við því að það verði aukning í skógareyðingu, hitamynstri, skógareldum og dauða dýra eins og höfrunga vegna sjúkdóma vegna hækkunar hitastigs á þessari öld samkvæmt Intergovermental Panel on Climate Change (IPPC).  JRC rannsóknin spáir því að sumur verði heitari og þurrari í Suður Evrópu og það leiði til þess að fólk muni taka styttri sumarleyfi og taki þau einnig utan hefðbundinna sumarleyfistímabila.   Búast má við því að ferðamynstur breytist þannig að ferðamenn dreyfist mun jafnara yfir árið.

Jacqueline McGlade sérfræðingur hjá umhverfisteymi (Unep) hjá Sameinuðu þjóðunum segir að þessi nýja skýrsla sé hógvær en aðilar í atvinnugrein eins og ferðamennsku ættu að undirbúa sig mun betur vegna áhrifa hlýnunar í álfunni.   Þetta mun hafa mikil og slæm áhrif til styttri tíma litið en til lengri tíma litið eru þarna tækifæri fyrir atvinnugreinina í heild að bjóða upp á mismunandi tegundir af ferðalögum og upplifun en ekki bara sól og strendur segir hún.  Atvinnugreinin þarf að undirbúa sig undir aukningu í öfga veðrum eins og ryk og sandstorma og aðlaga tap sitt og tryggingar og umfram allt setja veðurupplýsingar og viðvaranir á bakhliðar bæklinga.

The Guardian hafði samband við nokkrar ferðaskrifstofur og spurði um undirbúning vegna loftslagsbreytinga en flestir neituðu að gefa slíkt upp.  Ferðaskrifstofan Thomas Cook sagðist þó gera ráð fyrir ýmsum þáttum í framtíðarplönum sínum og loftslagsbreytingar væru einn af þeim þáttum.  Aðrar ferðaskrifstofur tilgreindu hryðjuverk sem stærri hættu þegar litið sé til Miðjarðarhafssvæðisins, en fylgst væri líka með loftslagsbreytingum.  Hjá Thomson Ski Holidays sögðu þeir að það væri slæmt ef fólk gæti ekki farið á skíði í Evrópu því þar með væri atvinna þeirra farin.  Þar á bæ er því vel fylgst með öllu varðandi loftslagsbreytingar og afleiðingum þeirra.  Thomson lítur á sig sem frumkvöðul þegar kemur að umhverfismálum en fyrirtækið hefur þróað stefnu sem felur í sér að losa sem minnst kolefni og alla jafna horft til sjálfbærni á hótelum þeirra.

Fara í frétt The Guardian hér