Áföllum í fæðuframleiðslu fjölgar vegna öfga í veðrum

faeduoryggiFátæk lönd munu verða verst úti vegna áfalla í færðuframleiðslu en Bretland og Bandaríkin munu einnig fá sinn skerf.  Í nýrri skýrslu er varað við því að áföll í fæðuframleiðslu heimsins verði þrisvar sinnum líklegri innan 25 ára vegna aukningar á öfga veðrum vegna hlýnunar loftslags.  Þetta á við fæðutegundir eins og mais, soyabaunir, hveiti og hrísgrjón en búast má við því að framleiðsla falli um 5-7%.  Búast má við slíkum áföllum á 30 ára fresti eða meira þegar nær dregur 2040.  Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af UK-US Taskforce on Extream Weather and Global Food System Resilience.

Slíkt fall í framleiðslu gæti valdið því að fólk í þróunarlöndum verði í afar slæmri stöðu og Bretland og Bandaríkin ekki síður.  Tim Benton prófessor við Háskólann í Leeds og meðhöfundur skýrslunnar segir áhrif vegna loftslagsbreytinga og aukinni eftirspurn vegna mannfjölgunar gæti búið til nokkuð skelfilega stöðu.  Fæðuframleiðsla er stanslaust undir álagi vegna aukinnar eftirspurnar og geta okkar til að framleiða meira er að verða minni.   Ofan á allt koma síðan loftslagsbreytingar sem hafa áhrif á það hvernig við getum ræktað.  Ef við náum að viðhalda kerfinu nokkuð sjálfbært núna en skyndilega kemur ár þar sem öfga atburðir eiga sér stað þannig að mikið af kolvetnaframleiðslu heimsins fellur munu allir finna fyrir því.  Slíkt áfall gæti þýtt verðbreytingar upp á 50%.

Í skýrslunni sem var styrkt af Foreign and Commonwealth Office, kemur fram að öfga veðurfyrirbæri eins og flóð og þurrkar eru jafn mikilvægir eins og hækkun hitastigs og miklar rigningar.  Mestu áhrifin verða í þróunarlöndum sem munu finna fyrir meiri fátækt og stjórnmálalegum óstöðugleika.  Þetta á við lönd eins og við Persaflóann og Sunnan Sahara í Afríku.  Þau lönd sem standa hvað veikust fyrir munu verða verst úti.

Á meðan stærri hagkerfi munu finna fyrir minni áhrifum og geta fremur tekið á sig hækkun verðs.  Lönd eins og Bretland og Bandaríkin munu finna fyrir þessu.  Áhrifin geta síðan orðið óstöðugleiki í löndum Norður Afríku vegna hækkunar á verði en þessi lönd treysta hvað mest á innflutning.  Þar sem loftslagsbreytingar valda jafnvel enn hærra hitastigi á seinni hluta aldarinnar má búast við jafnvel enn meiri áföllum þegar framleiðsla gæti fallið um allt að 10%.  Þetta gæti átt við eftir árið 2070.  Öfga veðurfyrirbæri í Norður og Suður Ameríku og norðaustur Asíu, þar sem helsta framleiðslan fer fram á ofangreindum fjórum fæðutegundum munu hafa áhrif um allan heim.  Á árunum 1988-89 ollu þurrkar í Bandaríkjunum og Suður Ameríku því að framleiðsla á mais og soyabaunum féll um 12%.

Sameinuðu þjóðirnar gáfu út viðvörun á síðasta ári um að fæðuframleiðsla heimsins þyrfti að aukast um 60% fyrir 2050 til þess að koma í veg fyrir óstöðugleika og borgarastyrjaldir vegna fæðuskorts.  Þessi mikla aukna eftirspurn er drifin áfram vegna aukinnar velmegunnar og mannfjölgunar, en spár gera ráð fyrir að mannkynið hafi náð 9.7 billjónum um miðja öldina.  Skýrslan mælir með því að ríkisstjórnir vinni saman á alþjóðlegum grundvelli þegar kemur að fjárfestingum bæði í opinbera- og einkageiranum með fæðuöryggi að leiðarljósi.  Nú í síðasta mánuði varaði utanríkisráðherra Bretlands við því að loftslagsbreytingar valdi hættu þegar kemur að kjarnorkuvopnum í tengslum við áhrif þeirra á fæðuöryggi.

Fara í frétt The Guardian hér