Eru marglittur að yfirtaka höfin?

MarglittaMarglittur virðast þrýfast á þeirri óreiðu sem mannfólkið skapar í umhverfinu.  Líkt og undanfarin sumur á Bretlandi eyðileggja marglittur sumarfríið fyrir mörgum en þeim virðist nú fjölga umfram allt sem áður hefur verið.  Ofveiði þurrkar út samkeppni við marglittuna, hlýrri sjór vegna loftslagsbreytinga veldur fjölgun, mengun vegna áburðar veldur því að súrefni losnar úr sjónum en marglittan þolir slíkt vel.  Sú þróun sem á sér stað á strandsvæðum virðist búa til ákjósanleg vistsvæði fyrir marglittur sem þær eiga auðvelt með að fela sig í.  Við bætist einnig sú fjölgun á innfluttum tegundum úr ballestum skipa sem sleppa út en um leið breytist vistkerfið sem marglittur eiga auðveldara með að aðlagast en aðrar lífverur.

Marglittur þola mjög erfiðar aðstæður og fjölga sér síðan hratt þegar aðstæður eru betri.  Þegar áhrifaþættir eins og loftslagsbreytingar og ofveiði opnar upp tækifæri fyrir þær þá grýpa þær það og fjölga sér mjög mikið segir Lucas Brotz, vísindamaður við British Columbia Háskólann.  Ekki allar tegundir af marglitu hagnast þó af þessum breyttu aðstæðum og virðist fremur vera að tegundum fækki.

Marglittur geta klónað sig milljón eftir milljón sinnum og úr verður svona sprengja í fjölgun.  Eflaust er þetta ástæðan fyrir því að þær virðiast lifa af hundruð milljón ára segir Brotz.  Ný árleg rannsókn fyrir árið 2015 á aðstæðum í breskum sjó virðist ætla að slá öll met, þó reyndar metin séu fá fyrir en MCS rannsóknin hefur verið gerð í 12 ár.  Það sem kannski flækir þó málin er að rannsóknin treystir á upplýsingar frá almenningi við skráningu gagna.  Almenningur eru góð heimild en með því að nota slík gögn bætist alltaf við ákveðin óvissa eins og raunveruleg fjölgun marglittu og hve mikið fólk er meðvitað um rannsóknina og lætur vita.   Þrátt fyrir þetta telur Dr. Peter Richardson að loftslagsbreytingar og ofveiði séu að breyta höfunum.  Á sama tíma og við upplifum fjölgun marglittu í kringum Bretland eigum við að spyrja hvað marglittan er raunverulega að segja okkur segir hann.  Eru runnin upp öld marglittunnar?  Þegar á allt er litið eru ekki margar rannsóknir í heiminum og því ekki góðar upplýsingar um fjölda þeirra almennt.  Vísindamenn eru raunar hikandi þegar kemur að veðurþáttum á heimsvísu.  Priscilla Licandro vísindamaður við Sir Alister Hardy Foundation for Ocean Science segir að frá nokkrum stöðum séu þó til gögn um að fjöldi marglittu sé að aukast.  Ekki séu það þó áreiðanlegar upplýsingar en hægt er að sjá fjölgun á ákveðnum svæðum segir hún.  Við Miðjarðarhafið eru til gögn aftur um 200 ár.  Í Miðjarðarhafinu virðast hafa orðið breytingar á síðustu 15-20 árum sem hafa ekki sést undanfarnar tvær aldir.  Svipuð fjölgun virðist eiga sér stað í norðaustur Atlantshafi.

Tengslin á milli athafna mannsins og fjölgunar marglittu eru sterk.  Í Svartahafi koma marglittur með ballestum skipa og hafa fjölgað sér og eyðilagt veiði á svæðinu.  Í Japanshafi er ástæðan fjölgunar marglittu sú að áburður rennur út í sjó sem hefur leitt til súrefnisminnkunar.  Lítið annað þrýfst þar nú en marglittur.   En þrátt fyrir þessar svæðisbundnu rannsóknir telur dýrafræðingurinn Mark Gibbons hjá Western Cape Háskólanum margt benda til fjölgunar marglittu á heimsvísu.  En hvort þetta flokkast sem sterk gögn er erfitt að segja.  Augljóslega við sumar strendur hefur orðið fölgun en ekki allsstaðar.  Aðrir vísindamenn þar á meðal Steven Haddock frá Monterey Bay Aquarium Research Institute, heldur því fram að aukningin nú sé náttúruleg hringrás.  Hann hefur safnað fyrirsögnum úr blöðum allt frá árinu 1906 og telur litlar líkur á því að höfin verði yfirtekin af marglittu.  Þær hafa verið í höfunum í milljónir ára og ýmist fjölgað eða fækkað segir hann.

En vísindamenn eru þó sammála um að áframhaldandi slæm umgengni um höfin muni leiða til þess að fiskur og aðrar tegundir í sjó muni deyja og marglittan ná yfirhöndinni.   Að öllum líkindum munum við sjá meira af marglittu segir Gibbons.   Hins vegar segir Brotz að það borgi sig ekki að vera of fljót á sér að halda því fram að marglittur séu slæm plága.  Marglittur eru fallegar skepnum sem eru þýðingamiklar í vistkerfinu.

Fara í The Guardian hér