Næstu tvö ár þau heitustu – líkur á að kólni í Evrópu

Vedurfar kolnarNæstu tvö ár gætu orðið þau heitustu í heiminum frá upphafi mælinga.  Þetta kemur fram í nýrri rannsókn frá bresku Veðurstofunni.  Varað er við miklum breytingum á næstunni á loftlagskerfum vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda.  Rannsóknin sýnir að áhrif El Nino eru sterk á Kyrrahafi og því er búist við hækkun hitastigs um allan heim.  Rannsóknin sýnir einnig að sumur í Evrópu gætu orðið kaldari um tíma þrátt fyrir að annars staðar í heiminum hlýni.

Vísindamenn staðfesta að árið 2015 hafi meðal yfirborðshitastig verið nálægt hitameti eða 0.68 C yfir meðaltali áranna 1961-1990.

Framkvæmdastjóri Veðurstofunnar Hadley Centre, prófessor Stephen Belcher segir að vitað sé að náttúruleg mynstur leggi til hitastigs heimsins árlega, en mjög miklir hitar í ár gefa til kynna áframhaldandi áhrif vegna gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum.  Næsta ár verður trúlega svipað að hitastigi en augljóslega halda þessar breytingar áfram segir hann.

Prófessor Rowan Sutton frá Háskólanum í Reading staðfestir þetta og segir að án þess að það verði risa eldgos þá sé líklegt að árin 2014-2016 verði þau hlýjustu frá upphafi mælinga.  Við sjáum breytingar í hafi og andrúmslofti vegna gróðurhúsalofttegunda.

Vísindamenn segja að vegna samlegðaráhrifa af aukningu kolefnis ásamt langtíma breytingum sjávar þá megi búast við stórum breytingum á næstunni.  Prófessor Adam Scaife frá Veðurstofunni segir að nú sé komið að ákveðnum vendipunkti þegar svo margar stórar breytingar hafi átt sér stað.

Tvennt hefur helst áhrif og á uppruna sinn í Kyrrahafi.  El Nino sækir í sig veðrið þegar straumar á Kyrrahafi snúa sér á fimm ára fresti eða svo og valda miklum rigningum þegar venjulega ætti að vera þurrt og svo aftur verða þurrkar þar sem venjulega ætti að rigna.  El Nino veldur því að hitastig á heimsvísu hækkar.  Atburðir nú líkjast að miklu leiti El Nino 1998 sem hafði gríðarleg áhrif á kóralrif og veðurfar almennt í heiminum.  El Nino nú gæti haft þau áhrif að þurrkar verði meiri í Suður Afríku, Austur Asíu og á Philipseyjum og að flóð verði í Suður Ameríku.  Það eina góða gæti verið að þurrkar sem hafa nú verið í fjögur ár í Kaliforníu muni linna.

Önnur náttúruleg breyting er hitastigskerfið í Norður Kyrrahafi sem er betur þekkt sem PDO.  Það hefur nú verið á köldu skeiði sem Veðurstofan segir að hafi virkað eins og hlé þegar kemur að meðaltals yfirborðshitastigi í andrúmslofti síðustu áratugi.  Nú muni hins vegar taka við hlýskeið sem muni gera það að verkum að það hlýnar á heimsvísu.

En það er einnig annar þáttur sem hefur áhrif.  Þessir tveir þættir sem hafa áhrif á hækkun hitastigs munu að einhverju leiti verða fyrir kælingu vegna Norður Atlantshafs kerfisins (AMO) sem nú fer yfir í kalt skeið.  Vísindamenn segjast nýverið hafa séð meira um það hvernig straumakerfi sjávar hafa áhrif á hitastig.  Prófessor Shutton segir hins vegar að sá hluti sem við skiljum ekki er samkeppnin á milli þessara tveggja þátta, en það er það sem unnið er að nú.

Þannig að vísindamenn geta sagt sem svo að breytingar í Atlantshafi þýði það að veðurfar í Evrópu breytist þannig að sumur verði þar kaldari og þurrari næsta áratuginn.  En það gerist aðeins ef Atlandshafskerfið verður sterkara en Kyrrahafskerfið og ekkert er visst í þeim efnum ennþá.  Kæling Atlantshafsins gæti leitt til þess að jöklar myndu jafna sig á pólsvæðum.

Veðurstofan fer mjög varlega nú eftir að hafa gefið út of sterkar yfirlýsingar áður þegar minna var vitað um kerfi sjávar.  Þegar spurt er hvenær yfirborðshiti gæti farið að lækka þá segja þeir að í raun frá þeirra sjónarhorni hafi aldrei orðið neitt hlé á hlýnun vegna þess að höfin héldu áfram að hlýna, yfirborð sjávar hélt áfram að hækka og ísbreiður héldu áfram að bráðna.

Prófessor Scaife segir að ekki sé hægt að vera viss um að þetta muni verða til þess að hægja á hlýnun en hitatölur munu líklega verða svipaðar og á 20.öldinni næstu tvö ár.  Hann varar einnig við því að ef hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda heldur áfram óátalið þá verði langtímaáhrifin á verður í heiminum sem og svæðisbundið veðurfar þau að lítill munur verður á milli sveiflna eins og áhrif El Nino.

Fara á vef BBC hér