Mikilvæg vistkerfi strandsvæða gætu skaðast vegna mengunar

kórallar á hafsbotniVísindamenn segja að mikilvæg vistkerfi gætu skaðast verulega fyrir árið 2050 ef útblástur gróðurhúsalofttegunda og staðbundin mengun er ekki minnkuð verulega.

Fæðukeðjan í höfum heimsins er í töluverðri hættu á því að hrynja vegna þess hve losun gróðurhúsalofttegunda er mikil, ofveiði og staðbundin mengun samkvæmt nýrri rannsókn.

Í rannsókninni eru um að ræða 632 útgefnar tilraunir í höfum heimsins úr allt frá venjulegum vötnum til vatnasviða á pólsvæðum.  Hún tekur einnig tillit til kóralrifa og opinna hafsvæða.  Niðurstaðan er sú að loftslagsbreytingar eru að valda því að líffræðilegur fjölbreytileiki er að minnka þegar litið er til tegunda við strendur sjávar.

Í rannsókninni sem var birt í The Proceedings of the National Academy of Sciences, kemur fram að erfitt er fyrir dýr að aðlagast hlýnandi vötnum og hækkandi sýrustigi og aðeins örfár tegundir virðast sleppa við neikvæðar afleiðingar af aukningu upplausnar kolefnis í sjó.  Höf heimsins taka í sig um þriðjung af öllu kolefnisdioxíð sem fer út í andrúmsloftið vegna brennslu jarðefnaeldsneytis.  Höfin hafa nú hlýnað um allt að 1 gráðu síðan á tímum iðnvæðingar og vötn eru um 30% súrari.

Súrnun hafanna mun gera það erfitt fyrir lífverur eins og kórala, ostrur og skeldýr að forma skelina og halda henni.  Á meðan breytast hlýnandi vötnin sem hafa áhrif á hegðun og breyta vistsvæðum fiska.

Rannsóknir á þessum breytingum og leiddar hafa verið af Háskólanum í Adelaide, fundu út að magn svifa mun aukast með hlýnandi vötnum en þessi fæða mun ekki duga upp fæðukeðjuna.

Það er þannig meiri fæða fyrir litlar jurtaætur eins og fiska, sjósnigla og rækjur en vegna hlýnunar eru hraðari efnaskipti hjá þessum dýrum og fjölgun ekki eins hröð sem gerir það að verkum að þeim fækkar í raun segir prófessor Ivan Nagelkerken hjá Háskólanum í Adelaide.   Um leið og bráð fækkar þýðir það minni tækifæri fyrir kjötætur.  Þetta þýðir svo fallandi áhrif upp fæðukeðjuna.  Minnkandi súrefni er í vötnum sökum ofveiði og mengunar sem gerir það að verkum að hæfileikar og geta tegunda til að aðlagast vegna loftslagsbreytinga minnkar eða hreinlega er ekki til staðar lengur.

Þessi nýja rannsókn er viðbót í safnið við þær rannsóknir og viðvaranir um ástand sjávars sem fram hafa komið nú þegar.  Síðan 2014 hefur orðið vart við mikla hitastrauma neðansjávar sem eru keyrðir áfram af loftslagsbreytingum.  Í lok þess árs má búast við því að 38% af kóralrifum heimsins hafi orðið fyrir áhrifum og um 5% þeirra hafi dáið.

Kóralrif eru um 0.1% af botni sjávar en eru fæða fyrir um 25% af strandtegundum.  Uppi eru áhyggjur af því að vistkerfi eins og stóra kóralrifið (The Great Barrier Reef)  í Ástralíu hafi misst um helming af kórölum sínum á síðustu 30 árum og þeir verði mun færri þegar árið 2050 gengur í garð, nema veruleg minnkun eigi sér stað á útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem og staðbundinni mengun.

Á meðan halda höfin áfram að hlýna og þenjast út með þeim afleiðingum að sjávarborð hækkar þegar jöklar á landi bráðna.  Í rannsókn sem birt var síðasta mánudag í Bandaríkjunum kom fram að íshellan á Suðurskautinu bráðnar svo hratt að svæðið allt geti verið í hættu árið 2100 með tilheyrandi afleiðingum fyrir strandsvæði.    Vandræði sem skapast í fæðukeðju sjávar mun hafa áhrif á milljónir manna sem treysta á fæðu úr sjó til að komast af, lyf og tekjur.  Tap á kóralrifum getur svo haft eyðileggjandi áhrif á strandsvæðum þegar kemur að vörnum svæðanna fyrir stormum og fellibyljum.

Þessi áhrif eru að gerast núna og versna aðeins á næstu 50-100 árum segir Nagelkerken.  Við sjáum nú þegar furðulega hluti gerast eins og innreið hitabeltistegunda á svæði suðaustur af Ástralíu.  Ef hins vegar er gripið inní ofveiði og mengun getum við aukið líkur tegundanna þar til þess að aðlagast.

Fara í The Guardian hér