Loftmengun í Delhi veldur heilsuvanda – hvað er hægt að gera?

bílar í DehliLoftmengun í borginni Delhi á Indlandi hefur nú verið tengd við ofnæmi, ristilvandamál, fæðingagalla og fjölgun krabbameins tilfella.  Talið er að hvatning um bílalausan ferðamáta geti haft góð áhrif.

Í nokkrar klukkustundir einn morguninn fyrir um tveimur vikum síðan var bannað að keyra á einkabíl inn í hjarta gömlu Delhi borgarinnar.  Þessi tilraun bar tiltölulega mikinn árangur þegar upp var staðið en mengunin var orðin svo gríðarleg og bílafjöldinn svo mikill að lítið fór fyrir virðingu fyrir umferðaljósum eða öðrum umferðareglum.  Vísindamenn fylgdust með loftmengun á svæðinu á helsta mengunartíma dagsins og í ljós kom að loftmengunin minnkaði um 60% þ.e. hættulegustu mengunarvaldarnir, minnstu agnirnar sem eru tilkomnar vegna umferðar og geta valdið heilsuvandamálum eins og asma, hjartasjúkdómum og hjartaáföllum.

Delhi er ein af þeim borgum sem hefur hvað mestu lofmengunina í heiminum samkvæmt WHO (World Health Organisation) og bæði læknar og vísindamenn segja að íbúar standi frammi fyrir heilsuvandamáli þegar á heildina er litið.  Borgin Beijing hefur einnig dregið að sér athygli þegar kemur að lélegum loftgæðum en í raunveruleikanum er loftmengunin þar ekkert nálægt því sem gerist í mörgum inverskum stórborgum.

Hröð þróun Indlands á undanförnum árum hefur leitt til þess að landið á nú þann vafasama heiður að eiga 13 af þeim 20 mest menguðu borgum í heiminum.  WHO fann út að í Delhi er meðaltalið um 153 mikrógrömm af smæstu ögnunum.  Alþjóðleg öryggismörk eru 6 míkrógrömm.  Loftmengun í Delhi er því nú þegar farin að valda vandamálum fyrir fólk með asma og skerta lungnastarfsemi.

Loftmengunin veldur nú þegar langtímaáhrifum á börnum í borginni og um 4.4 milljónir hafa nú þegar orðið fyrir óafturkræfum lungnaskemmdum þar sem lungu barnanna eru enn að þroskast.  Ef lungun eru ekki í lagi hefur það áhrif á allan líkamann.   Á Sir Ganga Ram spítalanum hafa verið rannsökuð tilfelli barna sem fæðast fyrir tímann og eru of létt en einnig börn með fæðingagalla.  Læknar segja fólk ekki gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem loftmengun veldur sér í lagi á ófrískar konur og ófætt barn þeirra sem er mjög viðkvæmt.

Komið hefur í ljós að loftmengun veldur ýmsum heilsuvandamálum svo sem ofnæmi, ristilvandamálum, fæðingargalla, vaxtarvanda og fjölgun krabbameinstilfella.  Allt þetta hefur verið tengt við loftmengun og ef ekkert breytist leiðir þetta til hamfara þegar kemur að heilsu.

Ástæðan fyrir verri loftgæðum er margþætt.  Meira en 8 milljónir vélhjóla eru á götum borgarinnar og 1400 ný bætast við á hverjum degi.  Flest af þessum nýju vélhjólum brenna dísel  en þaðan koma hættulegustu agnirnar í loftmenguninni.  Í viðbót við öll vélhjólin eru fjöldinn allur af dísel vélum í öllum þeim fjölda fjöbýlishúsa sem byggðu eru á víð og dreif um borgina.  Bóndabýli og verksmiðjur sem brenna kolum um allt svæðið bætir heldur ekki úr skák.   Heilsuvandamálin eru núna en allt þetta þýðir líka að við bætist sífellt í gróðurhúsalofttegundir sem mun ekki hverfa næstu áratugi og hafa áhrif til framtíðar á loftslagsbreytingar.  Indverskar borgir standa frammi fyrir vandamáli núna en loftmengunin og vandamál tengd henni eru dæmigerð fyrir það sem búast má við að mörg þróunarlönd muni standa frammi fyrir í nánustu framtíð.

Indversk stjórnvöld segjast vita af þessu og Prakash Javadekar umhverfisráðherra landsins segist vilja aðgerðir til þess að komast hjá því að mengandi 50.000 flutningabílar þurfi að keyra inn í borgina á hverjum degi.  Hann vill að flutningafyrirtæki endurnýji bílakost sinn og uppfæri þá miðað við það sem gerist í Evrópu.  Í Delhi hefur tekist að bæta loftgæðin áður í byrjun aldarinnar þegar stjórnvöld fluttu mengandi verksmiðjur úr borginni.  Lokuðu kolabrennslum og neyddu vélhjól til þess að skipta úr dísel og bensíni yfir í aðra kosti.  Loftgæðin urðu mun betri allt til ársins 2007 segir Anumita Royohowdhury hjá Centre for Science and Environment.  Þegar hins vegar er litið til gagna á árinu 2009 sést að loftmengunin eykst aftur.  Vandinn liggur í að aðgerðunum var ekki viðhaldið.   Allir Delhibúar þurfa að leggja sitt á vogaskálarnir þegar kemur að loftmengun segja prófessorarnir Kler og Kumar sem og stjórnvöld.  Þróun þýðir ekki bara iðnaðarvæðing segir prófessor Kler það þarf að hugsa um loftgæði, vatnsgæði og rusl svo þetta endi ekki allt í einum stórum ruslahaug.

Fara á The Guardian hér