Kynningarfundur 3 áfanga rammaáætlunar – upptaka

Mynd: Vilborg G Hansen - Tröllkonuhlaup í Þjórsá

Mynd: Vilborg G Hansen – Tröllkonuhlaup í Þjórsá

Opinn kynningarfundur verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem var haldinn í gær 4.október í sal Þjóðminjasafnsins.  Fundurinn var mjög vel sóttu en þar flutti Stefán Gíslason formaður verkefnisstjórnar, erindi um stöðuna, framvindu mála og vinnuna sem nú liggur framundan. Á eftir Stefáni fluttu formenn faghópa 1 og 2, þau Skúli Skúlason og Anna Dóra Sæþórsdóttir, stutt erindi um sína hópa og aðferðafræðina sem notast er við.  Auk þess flutti Ásgeir Brynjar Traustason, meðlimur í faghópi 3, stutt erindi um þann faghóp, sem nýverið hefur tekið til starfa.  Að loknum erindum voru almennar umræður. Fundarstjóri var Leifur Hauksson.

Hægt er að fara í upptöku af fundinum hér

Fara á vefsíðu rammaáætlunar hér